Morgunfundur um samfélagslega ábyrgð hjá Festu og SA

Á ráðstefnunni ætla að forsvarsmenn sex fyrirtækja sem hafa innleitt hugmyndafræði um samfélagsábyrgð að tala, í sjö mínútur hver, og segja okkur sína eigin sögu um samfélagsábyrgð – hvers vegna, hvernig og allt þar á milli.
Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga vill vekja athygli félagsmanna á ráðstefnu Festa og Samtaka atvinnulífsins á Nordica Hilton hótelið fimmtudaginn 23. janúar milli 8.30 og 10.00.

Sögumenn verða:
– Kristján Gunnarsson, meðeigandi Kosmos & Kaos
– Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi
– Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans
– Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans
– Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
– Hulda Hreiðarsdóttir, stofnandi og yfirhönnuður Fafu

Fundarstjóri verður Kristrún Heimisdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

Auk þess verðum við með tengsla- og markaðstorg í 30 mínútur fyrir og eftir ráðstefnuna þar sem ráðgjafar og þjónustaðilar á sviði samfélagsábyrgðar kynna starfsemi sína.

Nánari upplýsingar og skráning er á vef Festu:

Tækifærin í olíuiðnaðinum

Gunnar Karl Guðmundsson, Haukur Óskarsson og Heiðar Már Guðjónsson frummælendur á Tækifærin í olíuiðnaðnum

Gunnar Karl Guðmundsson, Haukur Óskarsson og Heiðar Már Guðjónsson frummælendur á Tækifærin í olíuiðnaðnum

Þann 28. janúar stendur Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga fyrir hádegisverðarfundi um tækifærin samhliða olíuleit við strendur Íslands.

Frummælendur verða Heiðar Már Guðjónsson, stjórnarformaður Eykon Energy, Gunnar Karl Guðmundsson, stjórnarmaður í KNI stærsta smásölu og olíudreifingarfyrirtæki Grænlands og Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri iðnaðar hjá Mannviti.

Á fundinum verður rætt um mögulega atvinnuuppbyggingu samhliða olíuleit og áhrifin á virðiskeðjuna á Íslandi og áhrif á íslenskt efnahagslíf. Einnig verður fjallað um hvort og hvar uppbygging þurfi að fara fram til að þjónusta olíuleit og vinnslu.

Hádegisverðarfundurinn verður á Hilton hótel Nordica frá kl.12:00 til 13:15 og er öllum opinn. Þátttökugjald er 3.950 kr. fyrir félagsmenn og 5.950 kr. fyrir aðra. Hádegisverður er innifalinn í verðinu.

Skráning er hér að neðan:

 

Gleðilegt ár

Gleðilegt ár og takk fyrir samskiptin á liðnum árum.

Þar sem við höfum verið að uppfæra heimasíðuna að undanförnu hafa eldri tölublöðin af Hagi eitthvað farið á flakk en þeir sem vilja nálgast nýjasta blaðið geta lesið það hér.

Íslenski þekkingardagurinn verður á dagskrá þann 13. mars, endilega takið daginn frá.

[creator src=http://creator.zoho.com/fvh/skraningarform/form-embed/Skraning/ width=100% height=600px/]