Mannamót í febrúar – fjölmiðlar og framtíðin – bræðingur sjónvarps og internets

Á Mannamóti ÍMARK miðvikudaginn 26.febrúar verður skoðað hvað er að gerast á fjölmiðlamarkaðnum á Íslandi. Einar Einarsson, framkvæmdastjóri Capacent hefur starfað á sviði markaðsrannsókna í 20 ár og mun fara almennt yfir hvernig fjölmiðlar eru mældir hér á landi. Hann mun einnig benda á hvernig tæknin hefur þróast við slíkar rannsóknir síðustu árin. Einar er víðskiptafræðingur frá HÍ og með MBA menntun frá HR.

Sigmar Vilhjálmsson(Simmi), stofnandi BravóTV mun síðan koma og kynna næsta þróunarstig í fjölmiðlun á Íslandi. Hann ætlar að kynna sjónvarpsstöðina Bravó, sem er nýr fjölmiðill fyrir ungt fólk. Eins og Simmi orðar það “Ungt fólk horfir ekki á sjónvarp, af því að það er ekki verið að framleiða sjónvarpsefni fyrir það!”
Einnig mun Simmi kynna sjónvarpsstöðina Miklagarð sem er dægurmála fjölmiðill, “Mikligarður er svo innilega ekki sjónvarpsmarkaður að ég vil ekki nefna sjónvarpsmarkaðinn, þess vegna nefni ég ekki sjónvarpsmarkaðinn!”

Í lokin býðst að spyrja og ræða við bæði Einar og Simma, nánar um málefnin og þeirra sýn á þessum lifandi og spennandi markaði.

Hvar : Loftið, Austurstræti 9, 101 Reykjavík
Hvenær : Miðvikudaginn 26.febrúar
Tími : kl. 17:15 – 18:30

Samstarfssamtök; ÍMARK, Almannatengslafélagið, SÍA, SVEF, Hönnunarmiðstöð, Ský, FVH, RUMBA Alumni, MBA félag HÍ, Stjórnvísi, Innovit, KVENN, SFH, FKA.

Stefnt er að því að hefja hvert Mannamót á stuttri kynningu, þar sem sagt er frá reynslusögu fyrirtækis, rannsókn, hugmyndafræði eða öðru áhugaverðu. Þetta er breytilegt hvert sinn en byrjar kl. 17:15, svo fólk skal mæta tímanlega. Athugið að þessi viðburður er ókeypis og ekki þarf að skrá sig – bara mæta

Hvernig er Reykjavík best borgið?

Oddvitar allir

Þann 25. febrúar stendur Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga fyrir hádegisverðarfundi um framtíð Reykjavíkur með áherslu á fjármál og rekstur borgarinnar.

Á fundinum kynna oddvitar stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í Reykjavík í vor áherslur sínar þegar kemur að fjármálum og rekstri borgarinnar og svara spurningum gesta. Meðal umræðuefnis er uppbyggingin sem borgin hyggst ráðast í á næsta kjörtímabili, skuldastaða borgarinnar og hvort framhald verði á aukinni gjaldtöku á Reykjavíkinga.

Frummælendur eru:
Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu, Halldór Halldórsson, Sjálfstæðisflokki, Óskar Bergsson, Framsókn, Sóley Tómasdóttir, Vinstri Grænum, Björn Blöndal, Bjartri Framtíð og Halldór Auðar Svansson, Pírötum.

Fundarstjóri er Sigridur Mogensen hagfræðingur á efnahagssviði SA og stjórnarkona í FVH.

Hádegisverðarfundurinn verður á Hilton hótel Nordica frá kl.12:00 til 13:15 og er öllum opinn. Þátttökugjald er 3.950 kr. fyrir félagsmenn og 5.950 kr. fyrir aðra. Hádegisverður er innifalinn í verðinu.

 

Tilnefndu þekkingarfyrirtæki FVH og viðskiptafræðing/hagfræðing ársins

Fókus Íslensku þekkingarverðlaunanna fyrir árið 2013 er á nýsköpun meðal þróaðra fyrirtækja og hvernig grónum fyrirtækjum hefur tekist að ná góðum árangri með stöðugri þróun á vöru- og/eða þjónustuframboði sínu.

Við veljum einnig viðskiptafræðing/hagfræðing ársins.

Vinsamlegast tilnefndu þrjú fyrirtæki sem þér þykir hafa sýnt árangursríka nýsköpun og viðskiptafræðing/hagfræðing ársins hér

Framúrskarandi námskeið Opna háskólans á „Executive Summary” hraða

FVH í samstarfi við Opna háskóla í HR stendur fyrir hádegisverðarfundi þriðjudaginn 11. mars kl. 12.00 til 13.15 í Opna háskólanum í HR.

Fræðslunefnd Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga valdi úr frábæru úrvali námskeiða Opna háskólans í HR framúrskarandi námskeið fyrir félagsmenn. Hver fyrirlestur er 15 mínútna “Executive Summary” eða hröð samantekt fyrir stjórnendur og sérfræðinga.

Dagskráin er eftirfarandi:

1.  Markþjálfun (Executive Coaching) – Lára Óskarsdóttir, ACC stjórnendamarkþjálfi hjá Vendum.

2.  Árangursrík samskipti: Hlutverk stjórnenda – Sigríður Hulda Jónsdóttir

3.  Líkanagerð fyrir rekstraráætlanir, arðsemismat og verðmat & Reiknitækni í rekstri fyrirtækja – Páll Jensson, prófessor í rekstrarverkfræði, forstöðumaður fjármála- og rekstrarverkfræðisviðs við tækni- og verkfræðideild HR.

4.  Arðsemisgreining – Dr. Páll Ríkharðsson, forstöðumaður meistaranáms á sviði fjármála og endurskoðunar við viðskiptadeild HR.

5.  Nýjungar í meistaranámi við viðskiptadeild HR – Dr. Þóranna Jónsdóttir, deildarforseti viðskiptadeildar HR.

Aðgangur er ókeypis fyrir félagsmenn FVH.

Félag viðskipta og hagfræðinga í samstarfi við Opna háskólann í HR

Bókaðu þig strax !