Fjárfestingar í núverandi umhverfi – morgunfundur 30. september

FVH stendur fyrir morgunfundi um fjárfestingar í núverandi umhverfi þann 30. september í samstarfi við Endurmenntun HÍ. Fjallað verður um fjárfestingar lífeyrissjóðanna og hegðun þeirra á íslenskum markaði. Birgir Stefánsson, eignastýringu LSR lífeyrissjóðs og Ásta Rut Jónasdóttir formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verða með erindi og bjóða upp á spurningar.

Birgir Stefánsson, eignastýringu LSR lífeyrissjóðs, talar stuttlega um helstu aðferðir og ferli sem liggja til grundvallar ákvarðanatöku fjárfesta sem hafa hvað mest fjármagn í stýringu á Íslandi. Skoðað verður mengi fjárfestinga heima og að heiman sem og hegðun þeirra á íslenskum markaði.

Birgir Stefánsson hefur starfað við eignastýringu LSR lífeyrissjóðs í meira en 8 ár auk þess að hafa setið í fjölmörgum ráðum og nefndum á vegum banka og fjármálastofnanna, samtök lífeyrissjóða og annarra.

Ásta Rut Jónasdóttir hefur setið í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna frá árinu 2009 en hún starfar sem sérfræðingur hjá Actavis.

Morgunfundurinn verður haldinn í Endurmenntun HÍ Dunhaga 7 kl.8:15 þriðjudaginn 30. september og er aðgangur ókeypis fyrir félagsmenn FVH.

Skráning:

Hádegisverðarfundi FVH og Opna háskólans aflýst

Þar sem ekki náðist lágmarksþátttaka á hádegisverðarfund FVH og Opna háskólans sem halda átti á morgun verður honum aflýst. FVH og Opni koma til með að halda annan samstarfsfund í byrjun árs 2015 og verður dagskrá þess fundar auglýst þegar nær dregur.

Þrjú framúrskarandi námskeið Opna háskólans 23. september

Stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga valdi úr frábæru úrvali námskeiða Opna háskólans í HR þrjú framúrskarandi námskeið fyrir félagsmenn. Hver fyrirlestur er 15 – 20 mínútna hröð samantekt fyrir stjórnendur og sérfræðinga sem verða kynntir á hádegisverðarfundi.

Dagskráin er eftirfarandi:
1. Nýttu kraftinn – fyrir öfluga stjórnendur þar sem Sigríður Snævarr, sendiherra, fjallar um hvernig stjórnendur geta orðið enn öflugri stjórnendur
2. Árangursrík stjórnun breytinga þar sem Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu fjallar um breytingastjórnun
3. Viðbragðs- og samskiptaáætlun fyrirtækja þar sem Már Másson, forstöðumaður Samskiptasviðs hjá Íslandsbanka fjallar um stjórnun samskiptamála þegar áföll dynja á.

Hádegisverðarfundurinn verður haldin á Grand hótel 23. September frá kl.12:00 til 13:00 og er öllum opinn. Aðgangseyrir er 3.950 kr. fyrir félaga og 5.950 kr. fyrir aðra.

Fundinum var frestað.

Félag viðskipta og hagfræðinga í samstarfi við Opna háskólann í HR

Pína eða sjálfsagt framlag? Skattlagning í ferðaþjónustu

Þann 16. september stendur Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga fyrir hádegisverðarfundi um skattlagningu í ferðaþjónustu. Ferðamannaiðnaðurinn er einn mest vaxandi iðnaður landsins og er orðinn stærsta einstaka atvinnugrein landsins. Skattlagning á atvinnugreinina í formi virðisaukaskatts hefur verið mikið til umræðu og er breytinga að vænta í þeim efnum. Á fundinum verður reynt að svara því hvaða áhrif þessar breytingar munu hafa á ferðaþjónustuna og einstakar greinar innan hennar.

Á fundinum taka til máls Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, Jón Bjarni Steinsson og Árni Sverrir Hafsteinsson, höfundar skýrslu um skattaumhverfi í ferðaþjónustu og Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar.

Fundarstjóri er Auðbjörg Ólafsdóttir sérfræðingur í fjárfestatengslum hjá Marel og stjórnarkona í FVH.

Hádegisverðarfundurinn verður haldin á Grand hótel frá kl.12:00 til 13:15 og er öllum opinn. Þátttökugjald er 3.950 kr. fyrir félagsmenn og 5.950 kr. fyrir aðra. Hádegisverður er innifalinn í verðinu.

Lokað hefur verið fyrir skráningu.