Vinnustofa um leiðtogastíl

dale fvhUpplifðu Dale Carnegie á 90 mínútum og komdu á vinnustofuna Leiðtogastíll 29. október kl.12:00. Vinnustofan verður haldin í húsnæði Dale Carnegie, Ármúla 11.

Á vinnustofunni metum við eigin leiðtogastíl, skoðum mismunandi stíla og lærum að skilja leiðtogastíl annarra.
Hvert okkar hefur ólíkan stíl, leiðtogastíl. Þegar við eigum samskipti við aðra sem hafa svipaðan leiðtogastíl ganga samskiptin tiltölulega áfallalítið fyrir sig. Þegar við eigum samskipti við þá sem hafa stíl ólíkan okkar þá geta samskipti og samvinna reynt á. Það sem skiptir mestu máli þegar unnið er með fólki sem er ólíkt okkur er sveigjanleiki, vilji okkar og geta til að sjá hlutina frá sjónarhorni hins aðilans.

Skoðaðir verða fjórir leiðtogastílar og þú skoðar einkenni hvers fyrir sig og gerir sjálfsmat til að ákvarða í hvaða hóp þú fellur.

Að 90 mín loknum verða þátttakendur færir um að:
• Koma auga á einkenni fjögurra mismunandi leiðtogastíla
• Meta eigin stíl
• Vinna á áhrifaríkan hátt með fólki sem telst til annarra hópa
• Skilja til hlítar aðra leiðtogastíla

Þátttaka er ókeypis fyrir félagsmenn og 2.000 fyrir aðra. Skráning hér að neðan og félagsmenn þurfa eingöngu að fylla inn nafn og netfang:

Vel valdir – morgunfundur í samstarfi við Endurmenntun 14. október

FVH stendur fyrir morgunfundi í samstarfi við Endurmenntun 14. október kl.8:15 þar sem verða þrír stuttir fyrirlestrar en stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga valdi úr frábæru úrvali námskeiða Endurmenntunar þrjú framúrskarandi námskeið fyrir félagsmenn. Hver fyrirlestur er 15 – 20 mínútna hröð samantekt fyrir stjórnendur og sérfræðinga.  Dagskráin er eftirfarandi:

  • Stjórnun vörustefnu – Karl Guðmundsson
  • Markviss framsögn og tjáning – Margrét Pálsdóttir
  • Agile verkefnastjórnun – Viktor Steinarsson

Fundurinn verður 14. október kl.8:15 í Endurmenntun, Dunhaga 7 og boðið verður upp á léttan morgunverð. Þátttaka er ókeypis fyrir félagsmenn og 2.000 fyrir aðra.

Skráning hér að neðan og aðeins þarf að fylla inn nafn og netfang:

Hagur, tímarit FVH er komið út

Hagur, tímarit FVH er komið út og hefur verið sent til allra viðskiptafræðinga og hagfræðinga á Íslandi. Í blaðinu er að finna m.a. umfjöllun um Íslenska þekkingardaginn, umfjöllun um ferðaþjónustuna, aðhald í ríkisrekstri og starfið hjá FVH í vetur svo eitthvað sé nefnt.

Hér má lesa Hag. 

Fjárfestingar lífeyrissjóðanna á vel sóttum morgunfundi

 

Af vel sóttum morgunfundi FVH og Endurmenntunar

Af vel sóttum morgunfundi FVH og Endurmenntunar

Fjallað var um fjárfestingar lífeyrissjóðanna og hegðun þeirra á íslenskum markaði á morgunfundi Endurmenntunar og FVH. Birgir Stefánsson, eignastýringu LSR lífeyrissjóðs og Ásta Rut Jónasdóttir formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verða með erindi og bjóða upp á spurningar.

Birgir Stefánsson, eignastýringu LSR lífeyrissjóðs, talaði stuttlega um helstu aðferðir og ferli sem liggja til grundvallar ákvarðanatöku fjárfesta sem hafa hvað mest fjármagn í stýringu á Íslandi.Birgir hefur starfað við eignastýringu LSR lífeyrissjóðs í meira en 8 ár auk þess að hafa setið í fjölmörgum ráðum og nefndum á vegum banka og fjármálastofnanna, samtök lífeyrissjóða og annarra. Birgir sagði að fáir fjárfestingarkostir væru í boði miðað við hversu mikið innflæði iðgjalda væri ár hvert.

Ásta Rut Jónasdóttir hefur setið í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna frá árinu 2009 en hún starfar sem sérfræðingur hjá Actavis. Hún sagði frá því að 28% eigna Lífeyrissjóðs verzlunarmanna væru erlendar og hefði tekist að viðhalda svo háu hlutfalli erlendra eigna samhliða stækkun sjóðsins frá árinu 2008 úr 250 milljörðum í 480 núna.

Samstarf FVH og Endurmenntunar HÍ

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) og Endurmenntun Háskóla Íslands eru í samstarfi með það að markmiði að efla þekkingu og styðja endurmenntun félagsmanna FVH: Samstarfið felst meðal annars í reglulegum morgunfundum, fræðslukönnun og að auki fá félagsmenn FVH afslátt af völdum námskeiðum á vegum Endurmenntunar.