Mannamót 26. nóvember – allir velkomnir

Klak Innovit og ÍMARK standa saman að næsta Mannamóti. Í þetta skiptið munu Ásgeir Vísir frá Blendin og Eyrún Eggertsdóttir og Sólveig frá RóRó vera með erindi.

Á síðasta Mannamóti hefði mátt vera mun meiri mæting. Ég leita því til ykkar og þætti mér vænt um ef þið hefðuð tök á að auglýsa Mannamótið hjá ykkar félagsmönnum.

Nánar um Mannamótið hér:

Eyrún stofnandi RóRó og Sólveig markaðsstjóri, munu fjalla um Lulla doll sem er mjúk tuskudúkka úr bómull. Dúkkan er með sérstaka ofnæmisprófaða fyllingu inn í sér og tæki sem að spilar upptöku af andardrætti og hjartslætti. Dúkkan líkir þannig eftir nærveru foreldra.

róró.png

Ásgeir Vísir mun fjalla um ,,growth hacking” hvað það er og hvers vegna það er orðinn mikilvægur hluti af markaðssetningu.

blendin.png

Hvar: Á Kexinu
Hvenær: miðvikudaginn 26. nóvember
Klukkan: 17

ÓKEYPIS AÐGANGUR OG ALLIR VELKOMNIR!

Upptaka frá fundi um eignarhald lífeyrissjóða

FVH hélt fjölmennan og áhugaverðan fund um eignarhald lífeyrissjóðanna undir yfirskriftinni: Eiga lífeyrissjóðirnir Ísland?

Hersir Sigurgeirsson, dósent við viðskiptafræðideild HÍ fjallaði um eignarhald á íslenskum hlutabréfamarkaði. Helgi Magnússon flutti erindi undir yfirskriftinni: eiga lífeyrissjóðirnir of mikið af atvinnulífinu á Íslandi?

Þátttakendur í pallborðsumræðum voru Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, fjárfestir og Magnús Halldórsson, blaðamaður á Kjarnanum. Fundarstjóri var Edda Hermannsdóttir, aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins og stjórnarkona í FVH.

Hér má sjá upptöku frá fundinum:

Eiga lífeyrissjóðirnir Ísland?

Íslenskir lífeyrissjóðir eru fyrirferðamiklir á íslenskum fjármálamarkaði sem helstu eigendur skráðra verðbréfa bæði beint og óbeint og hefur verið gagnrýnt hversu umsvifamiklir þeir eru. Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga stendur fyrir hádegisverðarfundi 11. nóvember á Grand hótel um eignarhald lífeyrissjóða í íslensku atvinnulífi. Leitast verður við að svara spurningum á borð við hvort áhrif þeirra séu of mikil á litlum markaði og hvað sé til ráða.

Hersir Sigurgeirsson, dósent við viðskiptafræðideild HÍ fjallar um eignarhald á íslenskum hlutabréfamarkaði. Helgi Magnússon flytur erindi undir yfirskriftinni: eiga lífeyrissjóðirnir of mikið af atvinnulífinu á Íslandi?

Þátttakendur í pallborðsumræðum verða Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, fjárfestir og Magnús Halldórsson, blaðamaður á Kjarnanum. Fundarstjóri er Edda Hermannsdóttir, aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins og stjórnarkona í FVH.

Hádegisverðarfundurinn verður haldin á Grand hótel frá kl.12:00 til 13:15 og er öllum opinn. Þátttökugjald er 3.950 kr. fyrir félagsmenn og 5.950 kr. fyrir aðra. Hádegisverður er innifalinn í verðinu. Skráningu lauk mánudaginn 10.nóvember.