AKUREYRI – Fyrirtækjaheimsókn til Bílaleigu Akureyrar

Bílaleiga Akurholdur_logoeyrar býður félagsmönnum FVH, og öllum öðrum áhugasömum um fyrirtækið, í heimsókn föstudaginn 30. janúar næstkomandi. Gestum gefst kostur á að kynna sér starfsemi fyrirtækisins og eiga góða stund saman. Mæting er í afgreiðsluna á Akureyri, Tryggvabraut 12, klukkan 17.

Þá sjaldan sem bílar og bjór eiga samleið…….

Kjörið tækifæri til að kynna sér þetta ört vaxandi fyrirtæki og eiga skemmtilega stund með félagsmönnum. Skráningu lauk fimmtudaginn 29.janúar

AKUREYRI – Áhrif bættra samgangna á atvinnuuppbyggingu og mannlíf á Norðurlandi

allir_runa

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH), í samvinnu við Háskólann á Akureyri og Flugfélag Íslands, stendur fyrir hádegisfundi um samgöngumál í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri, föstudaginn 30. janúar 2015, kl. 12:00-13:15.

Góðar samgöngur eru forsenda þess að byggð geti blómstrað sem víðast á landinu og á þessum fundi er sjónum beint að áhrifum samgöngubóta á Norðurlandi.

Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og stjórnarformaður Byggðastofnunar, ræðir um byggðaþróun og samgöngur á Norðurlandi undir yfirskriftinni „Um vinnusókn og búsetu á Norðurlandi“.

Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði, mun í erindi sínu „Víðsýni og samgöngur“ fjalla um áhrif lélegra samgangna á hugafar og mannlíf en einnig um frelsið sem fylgir góðum samgöngum.

Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, veltir fyrir sér í fyrirlestrinum „Er ekki tími til kominn að tengja?“ væntanlegum áhrifum Vaðlaheiðaganga á atvinnuuppbyggingu og mannlíf á svæðinu.

Fundarstjóri er Eva Hrund Einarsdóttir, starfsmannastjóri og bæjarfulltrúi á Akureyri.
Eftir fundinn verður boðið upp á léttar veitingar í Hofi.

Hádegisfundurinn er öllum opinn og er þátttökugjald 3.950 kr. fyrir félagsmenn FVH og 5.950 kr. fyrir aðra. Hádegisverður er innifalinn í verðinu.

FÍogHAsmall
Skráningu er lokið.

Breytir lækkandi olíuverð framtíðarhorfum Íslands?

Lækkandi olíuverðOlíuverð hefur lækkað mikið undanfarið og gætir áhrifa víða í íslensku efnahagslífi, t.d. á fyrirhugaða orkuleit á Drekasvæðinu, í ferðaþjónustu og á þróun náttúruvænna orkugjafa.

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) stendur fyrir hádegisfundi föstudaginn 16. janúar um hvernig lækkandi olíuverð breytir landslaginu í viðskiptalífinu og í samfélaginu öllu.

Frummælendur verða Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur um orkumál og Heiðar Már Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons. Fundarstjóri er Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.

Hádegisverðarfundurinn verður haldin á Grand hótel frá kl.12:00 til 13:15 og er öllum opinn. Þátttökugjald er 3.950 kr. fyrir félagsmenn og 5.950 kr. fyrir aðra. Hádegisverður er innifalinn í verðinu. Skráningu lauk fimmtudaginn 15.janúar.

FVH auglýsir eftir framkvæmdastjóra í 50% starf

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga auglýsir eftir framkvæmdastjóra í 50% stöðu til vors með möguleika á áframhaldandi starfi næsta haust. Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga er fagfélag háskólamenntaðs fólks á sviði viðskiptafræða og hagfræða.

Framkvæmdastjóri sinnir daglegum rekstri félagsins og skipuleggur viðburði í samstarfi við stjórn félagsins.

Hæfniskröfur:

  • Að hafa lokið menntun í viðskiptafræði eða hagfræði eða að vera að ljúka námi í þessum fögum
  • Skipulagshæfileikar
  • Öguð og sjálfstæð vinnubrögð
  • Eiga auðvelt með að vinna með fólki
  • Góð tölvukunnátta

Umsóknarfrestur er til 11. janúar og umsóknir og ferilskrá má senda á fvh@fvh.is