Ný dagsetning: Ölgerðin – Fyrirtækjaheimsókn 24. febrúar

Ölgerð Egils Skallagrímssonar býður félaga FVH, og aðra áhugasama um fyrirtækið, velkomna í heimsókn, þriðjudaginn 24. febrúar næstkomandi og ætlar að kynna þeim starfsemi sína. Byrjað verður á að kynna fyrirtækið, sögu þess og starfsemi. Eftir það verður tekið rölt um Bjórskólann. Að lokum býður Ölgerðinn okkur vitaskuld upp á léttar veitingar og góða samverustund.

Mæting er í móttöku Ölgerðarinnar, Grjóthálsi 7-11, klukkan 17.

Ölgerðin er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu, innflutningi, dreifingu og sölu matvæla og sérvöru af ýmsum toga. Fyrirtækið hefur náð eftirtektarverðum árangri í starfsemi sinni og fá viðskiptafræðingar og hagfræðingar nú tækifæri til að kynnast fyrirtækinu nánar.

Vonandi sjáum við ykkur sem flest.

Skráninguu lauk  mánudaginn 24. febrúar 

Þjóðarsáttin 25 ára: Sátt fortíðar – Sundrung framtíðar?

Á kyndilmessu árið 1990 skrifuðu ASÍ, VSÍ og VMSS undir kjarasamning sem gilti fram í miðjan september árið eftir og nefndur hefur verið þjóðarsáttasamningur. Síðar sama dag gengu BSRB og ríkið frá keimlíkum samningi. Megintilgangur samninganna var að tryggja kaupmátt og ná niður verðbólgu og þóttu hinar hóflegu hækkanir sem samið var um og aðkoma ríkisvaldsins marka ákveðin tímamót. Nú blása harðir vindar á vinnumarkaði og óvíst er hvort sú leið sem mótuð var fyrir aldarfjórðungi reynist enn þá fær.

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga stendur fyrir hádegisverðarfundi, þriðjudaginn 24 febrúar, á Grand hótel af þessu tilefni. Sigmundur D. Gunnlaugsson, forsætisráðherra, opnar fundinn. Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, ræðir síðan um minninguna um Einar Odd Kristjánsson og þjóðarsáttina. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, fjalla um hvernig ástand og horfur á vinnumarkaði líta við verkalýðshreyfingunni og vinnuveitendum. Fundarstjóri er Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis.

Hádegisfundurinn fram á Grand hótel, þriðjudaginn 24. febrúar, milli 12-13:15, og er öllum opinn. Þátttökugjald 3.950 kr. fyrir félagsmenn FVH og 5.950 kr. fyrir aðra. Hádegisverður er innifalinn í verðinu.

Skráningu er lauk mánudaginn 23. febrúar. Allar nánari upplysingar veitir fvh@fvh.is

Þekkingarverðlaun ársins 2015 – Tilnefningar

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) óskar eftir tilnefningum til Þekkingarfyrirtækis ársins 2015 og Viðskiptafræðings/hagfræðings ársins 2015.

Við vali á þekkingarfyrirtæki ársins 2015 verður horft til fyrirtækja sem hafa þótt skara fram úr við að auka verðmætasköpun með óhefðbundinni nýtingu auðlinda. Leitað er eftir fyrirtækjum sem hafa í krafti nýsköpunar fundið og þróað leiðir til að bæta nýtingu á auðlindum landsins með því að þróa nýjar afurðir úr þeim efnivið sem að fellur til við hefðbundna nýtingu og stuðlað þannig að aukinni verðmætasköpun í samfélaginu.
Frestur til að skila inn tilnefningum er fram yfir föstudaginn 20 febrúar.

Setjið tilnefninguna hér inn en einnig er hægt að senda tilnefningar beint á fvh@fvh.is

Create your free online surveys with SurveyMonkey , the world’s leading questionnaire tool.

FVH – Þitt tengslanet

Það eru margir ótvíræðir kostir við að vera félagsmaður FVH. Aðild að FVH borgar sig:

 • Félagið vinnur að því efla tengslin við aðra félagsmenn og fyrirtæki sem tengjast FVH
 • Hverju ári kemur út Kjarakönnun FVH – hvar stendur þú í samanburði við markaðinn?
 • Hagur – fagtímarit FVH kemur út tvisvar á ári
 • Hagstæðari kjör á athyglisverða fundi og ráðstefnur
 • 50% afsláttur á Íslenska þekkingardaginn
 • 40% afsláttur á morgun- og hádegisverðarfundi félagsins
 • Frítt á vinnustofur
 • Hagstæðari kjör á fjölbreyttari endurmenntun og á ýmsa viðburði
 • Boð í fyrirtækjaheimsóknir
 • Golfmót FVH
 • og margt, margt fleira

Skráðu þig í félagið hér:

[vfb id=1]

Velheppnaður fundur og fyrirtækjaheimsókn á Akureyri – myndir.

FVH hélt einkar velheppnaðan hádegisfund í Hofi á Akureyri þann 30. janúar 2015 um samgöngumál. Stemmningin var góð enda húsfyllir og mjög áhugaverðir fyrirlestrar. Erindi fluttu þeir Þóroddur Bjarnason, Kristján Þór Magnússon og Róbert Guðfinnsson. Fundarstjóri var Eva Hrund Einarsdóttir,

Síðar um daginn var tók Höldur – Bílaleiga Akureyrar vel á móti félagsmönnum og kynnti þetta framsækna fyrirtæki.
akureyri1

akureyri2

akureyri3

akureyri4

akureyri6

akureyri7akureyri8

akureyri9

akureyri10

akureyri11
akureyri12

akureyri13

akureyri14

akureyri15

akureyri16

akureyri17

akureyri18

akureyri19
akureyri20

akureyri21

akureyri22

akureyri23

akureyri24

akureyri25