Könnun í umhverfislæsi viðskipta- og hagfræðinga – Takið þátt

Steinunn Karlsdóttir er að kanna umhverfislæsi viðskipta- og hagfræðinga á sjálfbærum og vistvænum rekstri. Þetta er hluti af meistaraverkefni hennar við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Endilega takið þátt hér og styðjum rannsóknir á sviði viðskiptafræði og hagfræði. Einnig má hvetja aðra félagsmenn að taka þátt. Það tekur minna en 5 mín. að svara. TAKA ÞÁTT HÉR

Það má endilega hvetja aðra félagsmenn til að svara könnuninni

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Hagur, tímarit FVH komið út!

Hagur, tímarit Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) kom út í dag 16. apríl og var sent með Viðskiptablaðinu á alla virka félagsmenn FVH búsetta hérlendis.

Meginefni tímaritsins að þessu sinni eru Íslensku þekkingarverðlaunin og val félagsins á viðskiptafræðingi ársins 2015. M.a. má finna umfjöllun um fyrirtækin Kerecis, ORF Líftækni og CRI sem voru öll tilnefnd sem Þekkingarfyrirtæki ársins 2015.

Rafræn útgáfa tímaritsins má finna hér

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Golfnefnd í óskilum – endurvekjum golfmót FVH

Óskað eftir félagsmönnum í golfnefnd Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) til að skipuleggja hið árlega golfmót félagsins. Golfmótið féll niður árið 2013 vegna veðurs og var ekki haldið í fyrra. Því er leitað til eldri golfnefndaraðila eða nýrra félaga sem hafa áhuga á að koma að skipulagningunni og endurvekja þetta skemmtilega mót. Stjórnarmenn FVH sjá sér ekki fært um að skiptuleggja mótið svo ljóst er að ef það á að vera haldið verður að koma aftur golfnefnd á laggirnar. Þetta er því undir ykkur komið kæru félagsmenn. 

Framkvæmdastjóri aðstoðar auðvita golfnefndina eins vel og hægt er. Bikarar og smá safn af verðlaunum eru nú þegar til. Ef þú hefur áhuga á golfmótinu eða ert með fyrirspurn hafðu þá samband við Fríðu í síma 8218825 eða á frida@fvh.is

Hið árlega golfmót FVH hefur verið haldið á ári hverju á tímabilinu maí til september. Mótið er opið öllum viðskiptafræðingum og hagfræðingum og er þeim heimilt að bjóða með sér gesti. Golfmót FVH hefur ávallt verið gríðarlega vinsælt meðal okkar hóps, yfirbragðið er létt, stemmningin góð og vinningarnir eru ekki af verri endanum. Þetta hefur verið dagur sem félagsmenn hafa haft ánægju af í góðri sveiflu.

4kwYglo7EFI6P2UrnkQB9u9R7Eo66oi2dwqPANba0xw,2raO_LtF75v3L54kSoj98n9GttosLWPbpXFYrOeWerU
Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga