Golfmót FVH 28. ágúst – glæsilegir vinningar og góð skemmtun

Takið daginn frá! Eftir tveggja ára bið er loks komið að hinu árlega golfmóti Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Golfmót FVH verður haldið í ár á Húsatóftarvelli í Grindavík, föstudaginn 28. ágúst. Mótið verður ræst út kl. 14:00. Rútuferð úr Reykjavík kl. 12:30 frá Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7

Mótið er opið öllum viðskiptafræðingum og hagfræðingum og er þeim heimilt að bjóða með sér gestum. Þetta er léttleikandi mót þar sem bæði lág- og háforgjafamenn geta spilað. Mótið er punktakeppni með forgjöf, keppt er í karla, kvenna og B flokki (forgj. 20+, en hámarks forgjöf er 28). Mótið er annálað fyrir fjölda og glæsileika verðlauna – þannig að þetta er mót sem enginn félagsmaður FVH má láta framhjá sér fara.

Þátttökugjald er 8.500 krónur á manninn, innifalið mótsgjald og hlaðborð í golfskálanum. Allir eiga mjög góða möguleika á vinning.  FVH hefur ávallt verið gríðarlega vinsælt og fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

  • Hvenær: föstudagur 28. ágúst 2015 kl. 14:00. Rútuferð úr Reykjavík kl. 12:30
  • Hvar: Húsatóftarvelli í Grindavík

Ekki láta þig vanta á skemmtilegasta golfmót sumarsins!

Bestu kveðjur,
golfnefnd FVH

Skráningu lauk 27. ágúst. Sendið póst á frida@fvh.is fyrir nánari upplýsingar.

,

Hádegisverðafundur 21 maí: Er verið að gefa makrílinn?

Er verið að gefa makrílinn?

-Mismunandi leiðir til úthlutunar kvóta!

Makríllinn hefur skilað miklum verðmætum, útflutningstekjum og mikilli framlegð og nú liggur fyrir frumvarp sjávarútvegsráðherra um úthlutun makrílkvóta til næstu sex ára. Ekki eru allir sáttir við fyrirætlanir um úthlutun makrílkvótans og hafa nú yfir 31.500 manns tjáð andstöðu sína gegn þessu frumvarpi með undirskrift á Þjóðareign.is. Úthlutun makrílkvótans hefur vakið mikla umræðu og hefur verið bent á margar leiðir við úthlutun kvótans. Á að fara í aflahlutdeildarkerfið með úthlutun kvótans til sex ára eins og frumvarpið kveður á um, til skemmri tíma, fara uppboðsleiðina eða stefna í aðra átt? Hvernig ætti að vera staðið að úthlutun og hvað ætti að vera greitt fyrir veiðiheimildirnar?

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga hefur fengið valinkunna framsögumenn til að fjalla um núverandi frumvarp sjávarútvegsráðherra ásamt því að ræða hvaða leiðir eru í boði við úthlutun kvótans og kosti þeirra og galla á hádegisverðafundi þann 21. maí á Grand hótel. Leitast verður eftir að hafa sem flest sjónarmið uppi og svara þeirri spurningu hvernig sé sanngjarnast og hagkvæmast fyrir þjóðina að útdeila þessari nýju auðlind.

Dagskrá:
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, opnar fundinn.
Markaðsleiðir á makrílmiðum:
Þorkell Helgason, stærðfræðingur og einn af aðstandendum Þjóðareign.is
Hver á að veiða makríl?: 
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim hf.
Pallborðsumræður með spurningum úr sal

  • Gunnar Tryggvason
  • Örn Pálsson
  • Þorkell Helgason,
  • Guðmundur Kristjánsson

Fundarstjóri: Þorbjörn Þórðarson

Hádegisverður: Sjávarréttur þar sem makríll kemur e.t.v. við sögu.
Fundurinn fer fram á Grand hótel, fimmtudaginn 21. maí, milli 12:00-13:05, og er öllum opinn. Þátttökugjald er 3.950 kr. fyrir félagsmenn FVH og 5.950 kr. fyrir aðra.
Skráningu lokið. Nánari upplýsingar fást í fvh@fvh.is.

Aðalfundur FVH fimmtudaginn 28. maí – allir velkomnir

Aðalfundur Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) verður haldinn fimmtudaginn 28. maí 2015, kl 17:00 í Húsi verslunarinnar (jarðhæð), Kringlunni 7, Reykjavík.

FVH_logo_facebookDagskrá:
1. Skýrsla um störf félagsins á liðnu starfsári
2. Reikningsskil
3. Kosning stjórnar
4. Kosning endurskoðenda
5. Önnur mál

Allir félagsmenn hjartanlega velkomnir en vinsamlegast tilkynnið þátttöku með tölvupósti á fvh@fvh.is.