Kjarakönnun FVH – taktu þátt

Höldum vel utan um kjör viðskiptafræðinga og hagfræðinga.

Í síðustu viku var sendur póstur á þá viðskiptafræðinga og hagfræðinga sem félagið hefur netföng hjá með kjarakönnun Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Viljum við hvetja þá sem fengu póstinn að svara könnun FVH en hún er gerð annað hvert ár. Könnunin heldur utan um launaþróun viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Nú þegar kjaraviðræður eru í hámarki er nauðsynlegt fyrir okkar hóp að hafa það á hreinu hver eru kjör og staða okkar á vinnumarkaðinum. Það tekur innan við 5 mín að svara.

Fyrirspurnir sendast á fvh@fvh.is en þeir viðskiptafræðingar og hagfræðingar sem ekki fengu póstinn en vilja taka þátt geta haft samband.

Þrír nýir í stjórn FVH starfsárið 2015-2016

Stjórn 2015-2016 fyrir vefNý stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) hefur verið kjörin fyrir starfsárið 2015-2016. Þrír nýir tóku sæti í stjórninni, Ólafur Reimar Gunnarsson og Vala Hrönn Guðmundsdóttir í stað þeirra sem gengu úr stjórn og auk þess hefur fulltrúa golfnefndar, Sverri Sigursveinssyni verið bætt við stjórnina. Kosið er í embætti stjórnar til tveggja ára í senn.

Félagar FVH eru tæplega þúsund talsins og stóð félagið fyrir fræðslufundum, fyrirtækjaheimsóknum og vinnustofum sem yfir 700 manns sóttu. Nú stendur yfir kjarakönnun á vegum félagsins sem verður kynnt ítarlega í haust.

Stjórn FVH fyrir komandi starfsár, 2015-2016, er þannig skipuð:

• Formaður stjórnar: Dögg Hjaltalín, viðskiptafræðingur
• Varaformaður: Magnús Gunnar Erlendsson, viðskiptafræðingur
• Formaður fræðslunefndar: Auðbjörg Ólafsdóttir, hagfræðingur
• Gjaldkeri: Valdimar Halldórsson, hagfræðingur
• Formaður ritnefndar og fulltrúi landsbyggðar: Edda Hermannsdóttir, hagfræðingur
• Fulltrú samstarfsaðila: Sveinn Agnarsson, hagfræðingur
• Fulltrúi kynningarmála: Hjalti Rögnvaldsson, viðskiptafræðingur
• Fulltrúi nýliða: Vala Hrönn Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur
• Fulltrúi kjaranefndar: Ólafur Reimar Gunnarsson, viðskiptafræðingur
• Fulltrúi golfnefndar: Sverrir Sigursveinsson, viðskiptafræðingur