“Brot af því besta” – opinn fundur FVH og Opna Háskólans 4.nóvember

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga og Opni háskólinn í HR standa fyrir hádegisverðarfundi 4.nóvember nk. þar sem kynnt verða þrjú námskeið á sviði stafrænnar markaðssetningar. Fundurinn er settur upp með nokkurs konar „brot af því besta“ fyrirkomulagi þar sem hver fyrirlestur er um 15 – 20 mínútna hröð samantekt á námskeiðinu fyrir stjórnendur og sérfræðinga.

Skráning fer fram hér.

Kynnt verða þrjú námskeið sem eru í boði hjá Opna Háskólanum, en þau eru :

1) Stafræn viðskipti og uppbygging á vefsvæðum – hvernig fyrirtæki geta notað stafræna miðla til að ná til viðskiptavina, greint sitt stafræna umhverfi og hvernig byggja eigi upp vefsvæði.

2) Snjallsímar, spjaldtölvur og markaðssetning – helstu leiðir í markaðssetningu á snjalltækjum.

3) Stefnumótun stafrænna markaðsherferða – samþætting miðla og mælinga.

Valdimar Sigurðsson og Ari Steinarsson sjá um kynningarnar.

Hádegisverðarfundurinn verður haldinn í stofu M217 í Opna háskólanum í HR 4.nóvember nk. frá kl.12:00 til 13:15 .

Fundurinn er frír og opinn öllum og verður boðið upp á léttar veitingar.

 

Hvernig undirbý ég mig fyrir starfsviðtal? – Opinn fundur á KEX Hostel 28.október

Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga býður til opins fundar á KEX Hostel miðvikudaginn 28. október nk.kl.16:45 í Gym&Tonic salnum.

kex logo

Þetta er annar fundur FVH í fundaseríunni „Hvernig næ ég draumadjobbinu?“.

Í þetta skiptið verður fjallað um starfsviðtöl, hvernig best er að bera sig að, hvernig spurningum maður skuli búast við og hvernig hægt sé að undirbúa sig fyrir þetta allt saman.Við ætlum líka að taka fyrir það sem mörgum finnst óþægilegast að ræða í starfsviðtalinu, LAUNIN! Hvað er sanngjarnt að biðja um? hvernig veit ég hvað ég á að biðja um?

Fundurinn er ókeypis og er tilvalið tækifæri fyrir nýútskrifaða viðskipta- og hagfræðinga til að læra að undirbúa sig fyrir starfsviðtöl og semja um laun.

Dagskrá fundarins:

Undirbúningur fyrir starfsviðtal – Svali Björgvinsson, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Icelandair.

Hvernig sem ég um laun ? – Elmar Hallgríms Hallgrímsson, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Á fundinum verður einnig farið stuttlega yfir niðurstöður kjarakönnunar FVH og hvernig félagsmenn geta nýtt sér niðurstöður hennar.

Boðið verður upp á léttar veitingar og að dagskrá lokinni gefst fundargestum tími til að spjalla við fyrirlesara og aðra fundargesti.

Skráningu lokið

 

 

Vel heppnaður fundur FVH á KEX Hostel – Starfsviðtöl tekin fyrir á næsta fundi!

Þann 7.október hélt Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga vel heppnaðan fund um gerð ferilskráa á KEX Hostel. Fundurinn var ætlaður nýútskrifuðum viðskipta- og hagfræðingum sem og þeim sem ljúka námi á næstu misserum.

Berglind Harðardóttir, deildarstjóri hjá símanum fer yfir hennar sýn á góða ferilskrá

Berglind Harðardóttir, deildarstjóri hjá Símanum fór yfir það hverju hún leitar eftir í ferilskrám

Fundargestir voru rúmlega 50 talsins þegar mest lét en á fundinum fór Hjalti Rögnvaldsson, markaðssérfræðingur, yfir góð ráð við gerð ferilskráa. Þær stöllur Sigrún Ólafsdóttir, ráðningastjóri Íslandsbanka og Berglind Björg Harðardóttir deildarstjóri hjá Símanum sögðu svo frá þeirra reynslu í mannauðsmálum og hverju þær leituðu eftir í ferilskrám.

Fundurinn er sá fyrsti af þremur í fundaseríunni “Hvernig næ ég draumadjobbinu?” sem ætluð er ungum og/eða nýútskrifuðum viðskiptafræðingum og hagfræðingum. Næsti fundur verður haldinn þann 28.október á sama stað kl 16:45 í Gym&Tonic salnum á KEX Hostel, en fundurinn ber yfirskriftina “Hvernig bý ég mig undir starfsviðtal?”. Nánari upplýsingar um framsögumenn og dagskrá fundarins verða auglýstar síðar.

Skráning á fundinn hefur þegar verið opnuð (hér fyrir neðan) og hvetjum við alla þá sem sjá fram á að vera í atvinnuleit á næstu misserum til að koma. Eins og áður verður boðið upp á léttar veitingar og spjall eftir fundinn.

 

Online Form powered by