Upptaka frá fundi 17.nóvember sl. – Hvernig nýti ég tengslanetið mitt?

Nú er orðin aðgengileg upptaka frá fundi FVH sem haldinn var á KEX þann 17.nóvember sl. Yfirskrift fundarins var “Hvernig nýti ég tengslanetið mitt?” og var síðasti fundur af þremur í fundarseríunni “Hvernig næ ég draumadjobbinu?” sem félagið hefur staðið fyrir í haust.

Dagskrá fundarins:

  • Vala Hrönn Guðmundsóttir, stjórnarmaður í Félagið viðskiptafærðinga og hagfræðinga opnaði og stýrði fundinum.
  • Andrés Jónsson, almannatengill hjá Góð samskipti – Myndun-tenglsa-myndun.
  • Stefán Þór Helgason, sérfræðingur hjá KPMG – Hvernig fór ég að því að ná draumadjobbinu?

Hér fyrir neðan má horfa á upptöku frá fundinum.

 

Kex-Tengslanet from FVH on Vimeo.

 

Hádegisverðarfundur FVH 17.nóvember – Eru bankarnir of stórir?

Aðskilnaður banner final

Undanfarin ár hefur umræða um samhliða rekstur fjárfestingabanka- og viðskiptabankastarfsemi verið viðvarandi í samfélaginu. Sennilega má þó marka nýtt upphaf hennar eftir bankahrunið þegar þáverandi efnahags og viðskiptaráðherra ræddi í fyrsta sinn, árið 2011, opinberlega um aðskilnaðinn í sambandi við breytingar á starfsheimildum innlánsstofnana.

Þingmál þessa efnis hafa þónokkrum sinnum birst á vettvangi Alþingis í einni eða annarri mynd en hafa þó aldrei náð fram að ganga. Í september sl. lögðu svo átta þingmenn úr röðum stjórnarandstöðunnar fram tillögu til þingsályktunar  um aðskilnað fjárfestingabanka- og viðskiptabankastarfsemi og er þetta málefni því enn einu sinni komið upp á borð Alþingis.

Til að ræða þetta áhugaverða mál hefur Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga fengið Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og efnahagsráðgjafa Virðingar, til liðs við sig til að kryfja málið á hádegisverðarfundi þann 17.nóvember nk. á Fosshóteli Reykjavík. Ásgeir mun hefja fundinn á erindi um bankakerfið, m.a. um kosti og galla aðskilnaðar á viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi. Að erindinu loknu verða pallborðsumræður þar sem aðilar úr viðskiptalífinu og stjórnmálum munu bregðast við framsögu Ásgeirs og taka á efni fundarins frá ólíkum sjónarhólum. Leitast verður við að gefa fundargestum góða innsýn í efnið ásamt því að svara stóru spurningunni um það hvort aðskilja ætti viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi.

 Dagskrá fundarins:

Guðrún Ragnarsdóttir, meðeigandi og ráðgjafi hjá Strategíu, opnar og stýrir fundinum og pallborðsumræðum.

Er skilnaður til bóta? – Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og efnahagsráðgjafi Virðingar, heldur erindi um bankakerfið.

Pallborðsumræður:

Tryggvi Pálsson – Stjórnarformaður Landsbankans

Frosti Sigurjónsson – Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis

Dr.Þóranna Jónsdóttir – Deildarforseti viðskiptadeildar HR

Hannes F. Hrólfsson – Forstjóri Virðingar

Spurningar úr sal

Fundurinn fer fram á Fosshótel Reykjavík, þriðjudaginn 17. nóvember, milli 12:00-13:05. Við viljum benda fundargestum á að nýta sér bílastæðahús á Höfðatorgi en þaðan er innangengt inn á Fosshótel Reykjavík. Þátttökugjald er 3.950 kr. fyrir félagsmenn FVH og 5.950 kr. fyrir aðra og er hádegisverður innifalinn í verði fundarins.

 

Skráningu hefur verið lokað.
Nánari upplýsingar fást hjá fvh@fvh.is

 

Hvernig nýti ég tengslanetið mitt?

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga býður til opins fundar á KEX Hostel þriðjudaginn 17. nóvember nk.kl.17:00 í Gym&Tonic salnum.

Þetta er þriðji og síðasti fundur FVH í fundaseríunni „Hvernig næ ég draumadjobbinu?“.kex logo

Í þetta skiptið verður fjallað um tengslanetið, hvernig best sé að byggja það upp og nýta sér það til framdráttar. Einnig verða frásagnir frá ungum viðskipta- og hagfræðingum sem segja frá þeirra leið að draumadjobbinu, hvaða hindrandir og tækifæri urðu í þeirra vegi og hvernig þeir náðu markmiðum sínum.

Fundurinn er ókeypis og er tilvalið tækifæri fyrir nýútskrifaða viðskipta- og hagfræðinga til að búa sér til og nýta tengslanetið.

Dagskrá fundarins:

Tengslanetið mitt – Andrés Jónsson, almannatengill hjá Góð samskipti

Hvernig fór ég að því að ná draumadjobbinu? – (fyrirlesarar verða auglýstir síðar)

Spurningar úr sal

Boðið verður upp á léttar veitingar og að dagskrá lokinni gefst fundargestum tími til að spjalla við fyrirlesara og aðra fundargesti.

Sætaframboð á fundinn er takmarkað og því hefur skráningu verið lokað. Fundurinn verður tekinn upp og bendum við þeim sem ekki náðu að skrá sig á fundinn að upptakan verður aðgengileg skömmu eftir fundinn.

Hagur, tímarit FVH komið út !

Hagur, tímarit Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga kom út á dögunum og var dreift með Viðskiptablaðinu.

Meginefni tímaritsins að þessu sinni er kjarakönnun FVH, en einnig má finna umfjöllun um nýlega viðburði félagsins s.s. vel heppnaðan hádegisverðarfund um fjárfestingatækifæri í atvinnuhúsnæði, golfmót FVH og fundarseríuna “Hvernig næ ég draumadjobbinu?” sem ætluð er ungum og nýútskrifuðum viðskipta- og hagfræðingum.

Rafræna útgáfu tímaritsins má finna hér.