“Brot af því besta” – Morgunverðarfundur FVH í samstarfi við Endurmenntun HÍ

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga og Endurmenntun HÍ standa fyrir morgunverðarfundi 17. febrúar nk. frá 8:30-9:30 þar sem kynnt verða þrjú námskeið á sviði stjórnunar og leiðtogahæfni.

Fundurinn er settur upp með nokkurs konar „brot af því besta“ fyrirkomulagi þar sem hver fyrirlestur er um 15 – 20 mínútna hröð samantekt á námskeiðinu fyrir stjórnendur og sérfræðinga.

Þrír kennarar fara stuttlega yfir eftirfarandi námskeið:
Henry Alexander Henrysson
Gagnrýnin hugsun við ákvarðanatöku
Kristín Baldursdóttir
Stjórnun og leiðtogahæfni – í anda þjónandi forystu
Kristinn Óskarsson
Hvatning og starfsánægja – áhrif stjórnenda

Fundurinn er þátttakendum að kostnaðarlausu og býður FVH félagsmönnum upp á létta morgunhressingu.
Dögg Hjaltalín, formaður stjórnar FVH, mun stýra fundinum.

Hvenær: Mið. 17. feb. frá kl. 8:30 – 9:30

Hvar: Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7.

Fundurinn er ætlaður félagsmönnum í Félagi viðskipta- og hagfræðinga.
Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig á fundinn HÉR.

FVH_logo_facebook

EHÍ

Vel sóttur fundur á Akureyri síðastliðinn föstudag

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga hélt mjög áhugaverðan og vel sóttan fund um fjárfestingar í ferðaþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins 29.janúar sl. Fundurinn var haldinn í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri og var húsfyllir á fundinum, rétt tæplega 120 manns.

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar opnaði fundinn. Á eftir honum héldu erindi; Hörður Sigurbjarnarson, stofnandi Norðursiglingar á Húsavík  en hans erindi bar yfirskriftina Norðursigling: vettvangur strandmenningar á Íslandi. Á eftir honum ræddi Sigþór Jónsson, framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa um fjárfestingar í ferðþjónustu og hvort kæmi á undan, eggið eða hænan. Síðust til að taka til máls var svo Arna Björg Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Óbyggðaseturs Íslands í Fljótsdal en hún sagði þar frá uppbyggingu Óbyggðasetursins og kallaðist erindi “Að fortíð skal hyggja ef frumlegt skal byggja”.

Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka og stjórnarmeðlimur FVH stjórnaði fundinum.

Hér má sjá myndir frá fundinum.

IMG_5991

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson opnar fundinn

IMG_5997

Hörður Sigurbjarnason ræðir um vettvang strandmenningar á Íslandi

IMG_6000

Á fundinn voru mættir rétt tæplega 120 fundargestir

IMG_6006

Sigþór Jónsson ræðir um fjárfestingar í ferðaþjónustu

IMG_6008

Arna Björg Bjarnadóttir sagði frá sinni reynslu með Óbyggðasetur Íslands

IMG_6011

Framsögumenn svöruðu spurningum úr sal í lok fundarins

IMG_6015

Þéttsetinn fundur og vel mannað pallborð

IMG_6018

F.v. Hörður Sigurbjarnason – Norðursigling, Arna Björg Bjarnadóttir – Óbyggðasetur Íslands, Sigþór Jónsson – Íslensk verðbréf og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson – Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar.

Þekkingardagurinn 2016

 

Óskað er eftir tilnefningum til
Þekkingarverðlaunanna 2016

FVH óskar eftir tilnefningum til Þekkingarfyrirtækis ársins og Viðskiptafræðings/hagfræðings ársins.

Við val á þekkingarfyrirtæki ársins verður horft til fyrirtækja sem hafa þótt skara fram úr í mannauðsmálum, hlúa vel að mannauði og virkja starfsmenn sína á sem margvíslegastan hátt. Leitað er eftir fyrirtækjum sem hafa náð eftirtektarverðum árangi í að þróa starfsfólk sitt, stuðla að ánægju þess og framþróun á sem flestum sviðum. Þekkingarverðlaunin í ár hlýtur það fyrirtæki sem þykir standa sig best á þessu sviði.

Frestur til að skila inn tilnefningum er til föstudagsins 19. febrúar.

Endilega sendið inn tilnefningar hér að neðan eða á netfangið fvh@fvh.is :

Create your own user feedback survey

Þekkingarverðlaunin verða svo afhent í mars nk. á Þekkingardeginum en hann verður auglýstur nánar síðar.

Mentor-verkefni FVH – ekki láta þetta framhjá þér fara!

Untitled

Á síðasta nýliðafundinum okkar í vetur tilkynntum við að metnaðarfull og spennandi dagskrá biði eftir áramót, og munum við hefja leik með því að opna fyrir umsóknir í Mentor verkefni  FVH. Um er að ræða tilraunaverkefni, en mentor verkefni hafa verið notuð hjá fjölda fyrirtækja en hafa ekki verið í boði hjá félagasamtökum á borð við FVH.
Nú þegar hefur verið send út auglýsing um umsóknir frá mögulegum mentorum og voru viðbrögðin mjög góð. Nú auglýsum við aftur á móti eftir þeim óreyndu, sem eru að byrja að fóta sig á vinnumarkaði, eru jafnvel nýútskrifaðir og vilja taka þátt í verkefninu.
Við munu fara af stað með 10-12 mentor sambönd og mun verkefnið hefjast um miðjan febrúar. Stefnt er að því að mentor og skjólstæðingur hittist í um klst í senn, 1-2 í mánuði fram í maí/júní, að lágmarki 6 sinnum.

Við viljum hvetja alla útskrifaða viðskipta- og hagfræðinga til þess að sækja um í Mentor-verkefninu!
Umsóknir skulu berast á netfangið fvh@fvh.is fyrir miðnætti 8.febrúar nk.

Umsókninni þarf að fylgja:
• Ferilskrá
• Stutt frásögn um þig og þitt áhugasvið, hvers þú væntir að fá úr mentor sambandi og hver framtíðar markmið þín eru. 

Góð lýsing auðveldar okkur að para vel saman skjólstæðinga og mentora, sem er lykilatriði í farsælu mentor sambandi.

Einnig erum við að hefja nýja fundaseríu sem mun bera nafnið „Hvað þarf ég að vita“. Stefnum við á að fara yfir hugtök og atburði sem eru reglulega ofarlega á baugi, en yngri félagsmenn hafa ef til vill ekki fulla þekkingu á. Fundirnir verða áfram opnir öllum, og stefnum við á að hefja leika með fundinum „Hvað þarf ég að vita um Bankahrunið“ og verður hann auglýstur bráðlega.

Að lokum viljum við minna á Facebook síðuna okkar en þar eru auglýstir þeir viðburðir sem eru á döfinni eins og t.d. hádegisverðarfundir félagsins, ýmis námskeið og vinnustofur.