Íslensku þekkingarverðlaunin 2016

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) valdi þekkingarfyrirtæki ársins og viðskiptafræðing ársins þann 21.mars. Verðlaunin eru veitt árlega og voru í ár afhent við skemmtilega athöfn á Íslenska þekkingardeginum á Sjóminjasafni Reykjavíkur. Þema þekkingarverðlaunanna í ár var “mannauðsmál í víðum skilningi”. Þrjú fyrirtæki voru tilnefnd af sérstakri dómnefnd sem FVH skipaði og var Guðmunda Smáradóttir forstöðumaður Opna Háskólans í Reykjavík formaður hennar.  Dómnefndin heimsótti nokkur fyrirtæki og valdi á endanum þrjú sem þóttu hafa skarað framúr á sviði mannauðsmála. Íslandsbanki hlaut að þessu sinni þekkingarverðlaunin fyrir mentaðarfullt starf innan bankans á sviði mannauðsmála. Hin tvö fyrirtækin sem voru tilnefnd voru upplýsingatæknifyrirtækið Kolibri og Reiknistofa bankanna.

Tilnefningar hlutu Kolibri, Reiknistofa bankanna og Íslandsbanki sem hlaut verðlaunin.

Tilnefningar hlutu Kolibri, Reiknistofa bankanna og Íslandsbanki sem hlaut verðlaunin.

 

Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group var valinn viðskiptafræðingur ársins 2016 fyrir góðan árangur við stjórn á einu stærsta og mikilvægasta fyrirtæki landsins. Stjórn FVH valdi viðskiptafræðing ársins, m.a. eftir tilnefningar frá félagsmönnum í gegnum tölvupóstlista félagsins.

björgólfur

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair group var valinn viðskiptafræðingur ársins

 

Athöfnin hófst með því að fyrirtækin sem tilnefnd voru kynntu sína stefnu í mannauðsmálum og Árelía Eydís Guðmundsdóttir einn dómnefndarmanna og dósent við Háskóla Íslands rökstuddi niðurstöðu dómnefndar.  Auðbjörg Ólafsdóttir, einn stjórnarmanna í FVH, stýrði fundinum af röggsemi.

Árelía Eydís Guðmundsdóttir flutti rökstuðning dómnefndar fyrir vali á þekkingarfyrirtæki ársins

Árelía Eydís Guðmundsdóttir flutti rökstuðning dómnefndar fyrir vali á þekkingarfyrirtæki ársins

 

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og verndari íslensku þekkingarverðlaunanna, afhenti Íslandsbanka þekkingarverðlaunin og heiðraði Björgólf Jóhannsson sem viðskiptafræðing ársins.

Athöfninni lauk með léttum veitingum.

Íslensku þekkingarverðlaunin – 21.mars

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga stendur fyrir vali á þekkingarfyrirtæki ársins og viðskipta-/hagfræðingi ársins á hverju ári og verða verðlaunin afhent á Íslenska þekkingardeginum á Sjóminjasafni Reykjavíkur þann 21.mars nk. frá kl.16:00-18:00. Að þessu sinni er þema þekkingarverðlaunanna “Mannauðsmál í víðum skilningi” og verður það fyrirtæki eða stofnun sem þykir hafa skarað fram úr á sviði mannauðsmála verðlaunað. Einnig verður viðskipta- eða hagfræðingur ársins heiðraður.

Félagið sendi á dögunum út könnun í gegnum póstlista félagsins þar sem óskað var eftir tilnefningum til þekkingarverðlaunanna og viðskipta-/hagfræðings ársins en skipaðar voru tvær dómnefndir til að skera endanlega úr um hverjir hlytu verðlaunin í ár. Í dómnefndunum sátu að þessu sinni:

Þekkingarfyrirtæki ársins

  • Guðmunda Smáradóttir, forstöðumaður Opna Háskólans í HR og formaður dómnefndar
  • Vala Hrönn Guðmundsdóttir, sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf hjá Virðingu og stjórnarmaður í FVH
  • Svala Guðmundsdóttir, lektor í mannauðsstjórnun í HÍ
  • Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við viðskiptafræðideild HÍ
  • Atli Atlason formaður samninganefndar Reyjkavíkurborgar

Viðskiptafræðingur/hagfræðingur ársins

  • Stjórn FVH

Að þessi sinni eru þrjú fyrirtæki tilnefnd til Íslensku þekkingarverðlaunanna en það eru Reiknistofa bankanna, Kolibri og Íslandsbanki.

Á síðustu árum hefur Þekkingardagurinn verið ráðstefna og verðlaunaafhending en að þessu sinni verður viðburðurinn með öðru sniði. Haldin verður stutt móttaka þar sem þau fyrirtækin sem tilnefnd eru munu segja frá sinni stefnu í mannauðsmálum. Þá munu formenn dómnefndanna tilkynna og færa rök fyrir niðurstöðum sínum og eftir það mun Forseti Ísland og verndari íslensku Þekkingarverðlaunanna, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenda þekkingarverðlaunin og heiðra viðskiptafræðing eða hagfræðing ársins. Athöfninni lýkur síðan með samkomu undir ljúfum tónum og léttum veitingum.

Nánari dagskrá verður send út bráðlega.

Frítt er inn á viðburðinn fyrir alla en við biðjum þá sem ætla sér að mæta að skrá sig hér:

Online Form powered by

Styktaraðili Þekkingarverðlaunanna 2016 er Ölgerð Egils Skallagrímssonar

Ölgerðin

“Hvað get ég gert við gráðuna mína? “- Opinn fundur FVH á Bryggjan Brugghús 10.mars

hvað get ég gert við gráðuna mína

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga býður til opins fundar á Bryggjan Brugghúsi fimmtudaginn 10.mars nk. kl.17:00-18:30.

Fundurinn er ætlaður nemum og nýútskrifuðum viðskipta- og hagfræðingum. Á fundinum verða tveir áhugaverðir gestir með framsögu og munu segja frá því hvað þeir hafa gert við gráðuna sína síðan þeir útskrifuðust. Þar verður fjallað um hvernig hugsa megi út fyrir boxið og fara óvenjulegar eða aðeins öðruvísi leiðir á starfsferlinum með þessar gráður í farteskinu.

Fundurinn er ókeypis og er tilvalið tækifæri fyrir nýútskrifaða viðskipta- og hagfræðinga til að víkka sjóndeildarhringinn og gera sér betur grein fyrir þeim tækifærum sem viðskipta- og hagfræðimenntun bjóða uppá.

Dagskrá:

  • Vala Hrönn Guðmundsdóttir, stjórnarmaður FVH opnar og stýrir fundinum
  • Edda Hermannsdóttir, hagfræðingur og samskiptastjóri Íslandsbanka
  • Birna Ósk Einarsdóttir, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri sölu og þjónustusviðs hjá Símanum

Á fundinum verður boðið upp á léttar veitingar og að dagskrá lokinni gefst fundargestum tími til að bera fram spurningar og spjalla við frummælendur og aðra fundargesti.

Skráning á fundinn fer fram hér:
Online Form powered by