Ráðstefnan Business & Football í Hörpu – tilboð til félagsmanna FVH

 

Að skapa vinningslið – hvað getur atvinnulífið lært af boltanum?

Ráðstefna í Hörpu 11.maí – tilboð til félagsmanna FVH

Hvað getur atvinnulífið lært af boltanum?

Á ráðstefnunni fjalla heimsþekktar fótboltastjörnur og leiðtogar úr heimi knattspyrnu og atvinnulífs um hvernig við getum nýtt afreksþjálfun, teymishugsun og stjórnun sem einkennir sigursæl íþróttalið inn í íslensk fyrirtæki. Heimsþekktar stjörnur og leiðtogar verða meðal þátttakenda, eins og Fabio Cannavaro fyrirliði heimsmeistara Ítalíu 2006, Kevin Keegan fyrrum leikmaður Liverpool og þjálfari Enska landsliðsins. Þar að auki taka þátt farsælir leiðtogar úr íslenska viðskiptalífinu s.s. Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður FKA og Grímur Sæmundsen forstjóra Bláa Lónsins.

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga er stoltur samstarfsaðili Business and Football sem stendur fyrir ráðstefnunni.

Verð til félagsmanna FVH er 23.600kr.

Smelltu hér til að kaupa miða með 20% afslætti

Almennt verð 29.500kr.

Tilboðið gildir föstudagsins 6.maí

Þetta er viðburður sem á sér engan líkan á Íslandi og við hvetjum allt áhugafólk um stjórnun, teymisvinnu, knattspyrnu og íþróttir að mæta.

Meðal þátttakenda:

 

business and football

Euro 2016 kvöld í Hörpu

Samhliða ráðstefnunni Business and Football þá verður líflegt og skemmtilegt Euro 2016 kvöld í Eldborgarsal Hörpu. Þangað munu mæta Fabio Cannavaro, David Moyes, Ramón Calderón, Kevin Keegan og fleiri til þess að fara yfir allt sem tengist Evrópukeppninni í Frakklandi og alþjóðlegri knattspyrnu. Kvöldinu verður stýrt af Richard Keys en hann er ein helsta og þekktasta stjarnan í umfjöllun um alþjóðlega knattspyrnu.  Gestir í sal fá svo tækifæri til að spyrja stjörnurnar spjörunum út um allt sem viðkemur Evrópukeppninni, knattspyrnu og ferli þeirra.

Frekari upplýsingar um ráðstefnuna og staðfesta gesti er er að finna inn á www.BusinessAndFootball.com

 

Sneiðmynd af íslenska heilbrgiðiskerfinu – hver er raunverulega staðan?

Heilbrigðisbanner

Staða heilbrigðiskerfisins hefur verið áberandi í umræðunni undanfarið. Safnast hafa um 85 þúsund undirskriftir þar sem krafist er endurreisnar heilbrigðiskerfisins og aukinna útgjalda til málaflokksins. Frásagnir af stöðu heilbrigðisþjónustu hérlendis hafa verið bæði jákvæðar og neikveiðar. Stundum berast fréttir um neyðarástand á heilbrigðisstofnunum vegna skorts á starfsfólki eða aðbúnaði en á sama tíma eru Íslendingar ofarlega á listum þegar mælikvarðar eins og lýðheilsa, útkoma meðferðarúrræða og tækjabúnaður eru skoðaðir.

Félag viðskipta- og hagfræðinga vill af þessu tilefni efna til umræðu um stöðu heilbrigðisþjónustu hérlendis í alþjóðlegu og sögulegu samhengi. Gefur staðan tilefni til að bregðast við – og ef svo er, með hvaða hætti væri best að gera það? Ef vilji stendur til að auka útgjöld til heilbrigðismála, hvernig ætti þá að ráðstafa þeim fjármunum?

Til þess að ræða þetta áhugaverða og brennandi mál hefur Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga fengið til liðs við sig Gylfa Ólafsson, heilsuhagfræðing til að kryfja málið á hádegisverðarfundi 14.apríl nk. á Fosshótel Reykjavík. Gylfi mun hefja fundinn á erindi um stöðu íslenska heilbrigðiskerfisins og að erindinu loknu verða pallborðsumræður þar sem aðilar úr ýmsum áttum sem hafa góða innsýn í málin munu bregðast við framsögu Gylfa og taka á efni fundarins.

Drög að dagskrá:
Staður: Fosshótel Reykjavík, Höfðatorgi
Tímasetning: Fimmtudaginn 14.apríl 2016, kl 12:00-13:10.
Fundarstjóri: Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas

Framsögumaður: Gylfi Ólafsson, heilsuhagfræðingur.

Umræður í panel þar sem brugðist verður við erindi Gylfa.
 – Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og pistlahöfundur
 – Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs VÍ og stjórnarformaður Klíníkurinnar
 – Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, heilsuhagfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands 

Í lok fundar verða spurningar leyfðar úr sal og framsögumaður ásamt þátttakendum í panel verða til svara.

Áætluð fundarlok kl 13:10.
Fundurinn fer fram á Fosshótel Reykjavík, fimmtudaginn 14.apríl, milli 12:00-13:10. Við viljum benda fundargestum á að nýta sér bílastæðahús á Höfðatorgi en þaðan er innangengt inn á Fosshótel Reykjavík. Þátttökugjald er 3.950 kr. fyrir félagsmenn FVH og 5.950 kr. fyrir aðra og er hádegisverður innifalinn í verði fundarins.

Skráning á fundinn fer fram hér:

Online Form powered by

 

Fleiri myndir frá Íslensku þekkingarverðlaununum

Íslensku þekkingarverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Sjóminjasafni Íslands þann 18.mars sl. Íslandsbanki hlaut þekkingarverðlaunin að þessu sinni fyrir góðan árangur í mannauðsmálum. Tvö önnur fyrirtæki hlutu tilnefningu en það voru Reiknistofa bankanna og upplýsingatæknifyrirtækið Kolibri. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair group var einnig heiðraður sem viðskiptafræðingur ársins. Forseti Íslands og verndari þekkingarverðlaunanna, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá verðlaunaafhendingunni.

_D4M4964 _D4M4969 _D4M4977 _D4M4980 _D4M4981 _D4M4984 _D4M4986 _D4M4991 _D4M4997 _D4M5005 _D4M5014 _D4M5030 _D4M5040 _D4M5053 _D4M5057 _D4M5060 _D4M5066 _D4M5069 _D4M5075 _D4M5082 _D4M5089 _D4M5103 _D4M5112 _D4M5116 _D4M5122 _D4M5129 _D4M5141 _D4M5146 _D4M5152 _D4M5158 _D4M5166 _D4M5170 _D4M5174 _D4M5182 _D4M5184 _D4M5190 _D4M5196 _D4M5197 _D4M5204 _D4M5207 _D4M5253 _D4M5254 _DSC4411 _DSC4417 _DSC4428 _DSC4434 _DSC4449 _DSC4466 _DSC4480 _DSC4489 _DSC4505

Nýjasta tölublað Hags er komið út!

Þann 31.mars sl. var nýjasta tölublað Hags gefið út og dreift til félaga FVH. Í blaðinu er m.a. fjallað um öflugt fundarstarf félagsins í vetur, Íslensku þekkingarverðlaunin sem veitt voru 18.mars, Mentor-verkefni félagsins sem á að koma á laggirnar í haust og margt fleira. Nýjasta tölublaðið má skoða hér.