Morgunverðarfundur FVH og VÍ 29.sept – Vel smurð vél eða víraflækja?

Vél eða víraflækja

 Vel eða viraflækja

Vel smurð vél eða víraflækja? – Umbætur á skattkerfinu og viðhorf stjórnmálaflokkanna

Í fyrramálið, fimmtudaginn 29. september, stendur Viðskiptaráð, ásamt Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH), fyrir morgunverðarfundi um íslenska skattkerfið.

Kynntar verða nýjar tillögur verkefnisstjórnar um breytingar og umbætur á skattkerfinu og fulltrúar helstu stjórnmálaflokka segja frá afstöðu sinni til mögulegra breytinga.

Umbótatillögur kynntar

Daði Már Kristófersson, formaður verkefnisstjórnar um breytingar og umbætur á skattkerfinu, mun kynna tillögur hennar sem birtar voru á dögunum.

Viðhorf stjórnmálaflokkanna

Í framhaldinu munu fulltrúar þeirra stjórnmálaflokka sem sæti hafa á alþingi eða mælast yfir 5% í skoðanakönnunum taka þátt í pallborðsumræðum um sýn þeirra á skattkerfið og mögulegar breytingar eftir kosningar:

  • Bjarni Benediktsson frá Sjálfstæðisflokki
  • Katrín Jakobsdóttir frá Vinsti grænum
  • Oddný G. Harðardóttir frá Samfylkingu
  • Óttarr Proppé frá Bjartri framtíð
  • Sigurður Ingi Jóhannsson frá Framsóknarflokki
  • Smári McCarthy frá Pírötum
  • Þorsteinn Víglundsson frá Viðreisn

Fundurinn fer fram kl. 8.30-10.00 á Grand Hótel Reykjavík og er morgunverður í boði frá kl. 8.15.

Þátttökugjald er 2.900 kr. fyrir félaga í Viðskiptaráði eða FVH en 4.900 kr. fyrir aðra. Morgunverður er innifalinn í verði fundarins.

 

Skráning á fundinn fer fram hér
Online Form powered by

Nýjasta tölublað Hags komið út!

Hagur, tímarit Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga kom út í dag og er dreift með Viðskiptablaðinu sem og til allra viðskipta- og hagfræðinga.

Að þessu sinni er stiklað á stóru í viðskiptalífinu, starfsemi FVH síðastliðins vetrar gerð upp og síðasta golfmót FVH gerð skil í máli og myndum. Einnig má finna umfjöllun um hagsögu og hugmyndafræði Katalóníu auk þess sem bestu hlaðvörpin eru útlistuð. Þetta og margt fleira í nýjasta tölublaði Hags.

Blaðið má skoða rafrænt hér að neðan.

 

 

Ný stjórn FVH fyrir starfsárið 2016-17

Ný stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) hefur verið kjörin fyrir starfsárið 2016-2017 en í þetta sinn tóku fimm nýir sæti í stjórninni. Kosið er í embætti stjórnar til tveggja ára í senn.

 

Stjorn 16-17

Stjórn FVH fyrir komandi starfsár, 2016-2017, er þannig skipuð:

• Formaður stjórnar: Dögg Hjaltalín, viðskiptafræðingur
• Varaformaður og fulltrúi nýliða: Vala Hrönn Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur
• Formaður fræðslunefndar: Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir (vantar á mynd), viðskiptafræðingur
• Gjaldkeri: Helgi Rafn Helgason, viðskiptafræðingur
• Formaður ritnefndar: Sæunn Gísladóttir, hagfræðingur
• Fulltrú samstarfsaðila: Sveinn Agnarsson, hagfræðingur
• Fulltrúi kynningarmála: Stefán Jökull Stefánsson, viðskiptafræðingur
• Fulltrúi landsbyggðarinnar: Ásmundur Gíslason, viðskiptafræðingur
• Fulltrúi kjaranefndar: Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur
• Fulltrúi golfnefndar: Sverrir Sigursveinsson, viðskiptafræðingur
•Framkvæmdastjóri FVH er Sólveig Edda Bjarnadóttir