Hafðu áhrif á starfsemi FVH og segðu okkur hvað þér finnst!

Kæri félagi,
Nú ætlum við í stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga að leggjast í stefnumótunarvinnu sem ætlað er að skilgreina betur og efla starf félagsins. Okkur þykir mikilvægt að fá að heyra þínar skoðanir um starfsemi félagsins og biðjum þig því að svara þessari örstuttu könnun hér að neðan.
Könnunin er nafnlaus og ekki er hægt að rekja svör til einstaklinga.

Taka þátt í könnun hér!

Við þökkum þér fyrir þátttökuna!

Kær kveðja,
Stjórn félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga.

Morgunverðarfundur FVH og EHÍ – Hvað einkennir árangursrík samskipti?

Morgunverðarfundur FVH og Endurmenntunar HÍ – Hvað einkennir árangursrík samskipti?

 

Johann-Ingi

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga og Endurmenntun HÍ standa fyrir morgunverðarfundi þann 18. október nk. kl. 08:20-09:20 í húsi Endurmenntunar HÍ, Dunhaga 7. 

Á þessum morgunverðarfundi mun Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur, fjalla um þau lykilatriði sem gera fólki kleift að ná hámarksárangri í samskiptum. Jóhann mun tala út frá námskeiðinu Árangursrík samskipti sem hann kennir ásamt Braga Sæmundssyni, sálfræðingi og kennara,  hjá EHÍ nú í október.

herdis-900Á fundinum mun Herdís Pála Pálsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðsstjórnar Reiknistofu bankanna, einnig ræða um árangursrík samskipti  út frá sinni eigin reynslu í atvinnulífinu.

Fundurinn er þátttakendum að kostnaðarlausu og býður FVH félagsmönnum upp á létta morgunhressingu. Dögg Hjaltalín, formaður stjórnar FVH, mun stýra fundinum. Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig á fundinn í gegnum skráningarsíðu Endurmenntunar HÍ.

 

Skráning á fundinn fer fram HÉR!