GOLFMÓT FVH – 1. SEPTEMBER

Golfmót FVH – föstudaginn 1. september Húsatóftavelli í Grindavík

Frábær 18 holu golfvöllur í Grindavík. Húsatóftavöllur er fullur andstæðna og skiptist, í dæmigerðan strandarvöll, gróið ræktunarland og brautir sem hraunið umlykur. Þátttökugjald er 8.500 kr. (mótsgjald, rúta báðar leiðir og kvöldmatur).

Dagskrá:
12:30 Brottför – Hús verslunarinnar, Kringlunni 7
14:00 Mótið ræst
18:00 Kvöldverður – Lambakjöt með bernaise sósu

Þetta er léttleikandi mót þar sem bæði lág- og háforgjafamenn geta spilað. Mótið er punktakeppni með forgjöf, keppt er í karla, kvenna og B flokki (forgjöf 20+, en hámarks forgjöf er 28).

Mótið er annálað fyrir fjölda og glæsileika verðlauna – þannig að þetta er mót sem enginn félagsmaður FVH má láta fram hjá sér fara, gestir velkomnir.

Skráning á golfmót FVH 2017 HÉR
Skráning í rútu sendist á fvh@fvh.is

Með kærri kveðju,
Golfnefnd FVH

-Nærðu kannski fugli ?

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *