Íslensku þekkingarverðlaunin 2018 – tilnefningar óskast

Íslensku þekkingarverðlaunin 2018 – tilnefningar óskast

Íslensku þekkingarverðlaunin 2018 verða afhent við hátíðlega athöfn í mars næstkomandi.

Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa skarað fram úr með bættu rekstrarumhverfi vegna nýsköpunar í tækni.

Dómnefnd sem skipuð er árlega mun skera úr hver hlýtur verðlaunin í ár og er Forseti Íslands verndari Íslensku þekkingarverðlaunanna.

Við val á þekkingarfyrirtæki ársins 2018 verður horft til þeirra fyrirtækja sem eru leiðandi í stafrænum lausnum og hafa með nýsköpun í tækni bætt rekstrarumhverfi fyrirtækisins. Leitað er eftir fyrirtækjum sem hafa með aukinni sjálfvirkni bætt þjónustu, afköst, nýtingu og/eða framleiðni. Einnig er mikilvægt að fyrirtækin starfi í sátt við samfélagið og séu með ríka umhverfisvitund. Þekkingarverðlaunin í ár hlýtur það fyrirtæki sem þykir standa sig best á þessum sviðum.

Nokkrir heppnir þátttakendur sem senda tilnefningar til dómnefndar fyrir 1. febrúar nk. hljóta skemmtilega bókagjöf frá Sölku bókaútgáfu.

 

SMELLTU HÉR FYRIR TILNEFNINGAR

ÍSLENSKU ÞEKKINGARVERÐLAUNIN AFHENT

ÍSLENSKU ÞEKKINGARVERÐLAUNIN AFHENT

AÐALFUNDUR FVH 30.MAÍ NK

Aðalfundur Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) verður haldinn þriðjudaginn 30. maí 2017, kl 17:00 í Húsi verslunarinnar (jarðhæð), Kringlunni 7, Reykjavík.

Dagskrá:
1. Skýrsla um störf félagsins á liðnu starfsári
2. Reikningsskil
3. Kosning stjórnar
4. Kosning endurskoðenda
5. Önnur mál

Framboð til stjórnar FVH verða að hafa borist á netfangið fvh@fvh.is í síðasta lagi þann 25.maí.

Allir félagsmenn eru hjartanlega velkomnir en vinsamlegast tilkynnið þátttöku með tölvupósti á fvh@fvh.is

GOLFMÓT FVH – 1. SEPTEMBER

Golfmót FVH – föstudaginn 1. september Húsatóftavelli í Grindavík

Frábær 18 holu golfvöllur í Grindavík. Húsatóftavöllur er fullur andstæðna og skiptist, í dæmigerðan strandarvöll, gróið ræktunarland og brautir sem hraunið umlykur. Þátttökugjald er 8.500 kr. (mótsgjald, rúta báðar leiðir og kvöldmatur).

Dagskrá:
12:30 Brottför – Hús verslunarinnar, Kringlunni 7
14:00 Mótið ræst
18:00 Kvöldverður – Lambakjöt með bernaise sósu

Þetta er léttleikandi mót þar sem bæði lág- og háforgjafamenn geta spilað. Mótið er punktakeppni með forgjöf, keppt er í karla, kvenna og B flokki (forgjöf 20+, en hámarks forgjöf er 28).

Mótið er annálað fyrir fjölda og glæsileika verðlauna – þannig að þetta er mót sem enginn félagsmaður FVH má láta fram hjá sér fara, gestir velkomnir.

Skráning á golfmót FVH 2017 HÉR
Skráning í rútu sendist á fvh@fvh.is

Með kærri kveðju,
Golfnefnd FVH

-Nærðu kannski fugli ?