Go to Top

Blog

Opin málstofa hjá SÍ um áhrif kvenna á fjármál heimilanna

Málstofa um hvað ræður því hvaða áhrif konur hafa á fjármálaákvarðanir heimilisins verður haldin í vegum Seðlabanka Íslands í Sölvhóli, fundarherbergi í Seðlabankanum, fimmtudaginn 18. desember k. 15:00. Frummælandi er Arna Varðardóttir en á málstofunni mun hún fjalla um efni ritgerðar eftir hana og Thomas Thörnqvist. Þessi ritgerð er hluti af doktorsverkefni þeirra. Rannsóknin beinist að því að mæla áhrif ákvarðanavalds einstaklinga í hjónabandi á fjármál heimila. Einstæðir karlar taka Lesa meira

Mannamót 26. nóvember – allir velkomnir

Klak Innovit og ÍMARK standa saman að næsta Mannamóti. Í þetta skiptið munu Ásgeir Vísir frá Blendin og Eyrún Eggertsdóttir og Sólveig frá RóRó vera með erindi. Á síðasta Mannamóti hefði mátt vera mun meiri mæting. Ég leita því til ykkar og þætti mér vænt um ef þið hefðuð tök á að auglýsa Mannamótið hjá ykkar félagsmönnum. Nánar um Mannamótið hér: Eyrún stofnandi RóRó og Sólveig markaðsstjóri, munu fjalla um Lesa meira

Upptaka frá fundi um eignarhald lífeyrissjóða

FVH hélt fjölmennan og áhugaverðan fund um eignarhald lífeyrissjóðanna undir yfirskriftinni: Eiga lífeyrissjóðirnir Ísland? Hersir Sigurgeirsson, dósent við viðskiptafræðideild HÍ fjallaði um eignarhald á íslenskum hlutabréfamarkaði. Helgi Magnússon flutti erindi undir yfirskriftinni: eiga lífeyrissjóðirnir of mikið af atvinnulífinu á Íslandi? Þátttakendur í pallborðsumræðum voru Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, fjárfestir og Magnús Halldórsson, blaðamaður á Kjarnanum. Fundarstjóri var Edda Hermannsdóttir, aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins og stjórnarkona í FVH. Hér má Lesa meira

Eiga lífeyrissjóðirnir Ísland?

Íslenskir lífeyrissjóðir eru fyrirferðamiklir á íslenskum fjármálamarkaði sem helstu eigendur skráðra verðbréfa bæði beint og óbeint og hefur verið gagnrýnt hversu umsvifamiklir þeir eru. Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga stendur fyrir hádegisverðarfundi 11. nóvember á Grand hótel um eignarhald lífeyrissjóða í íslensku atvinnulífi. Leitast verður við að svara spurningum á borð við hvort áhrif þeirra séu of mikil á litlum markaði og hvað sé til ráða. Hersir Sigurgeirsson, dósent við viðskiptafræðideild Lesa meira

Vinnustofa um leiðtogastíl

Upplifðu Dale Carnegie á 90 mínútum og komdu á vinnustofuna Leiðtogastíll 29. október kl.12:00. Vinnustofan verður haldin í húsnæði Dale Carnegie, Ármúla 11. Á vinnustofunni metum við eigin leiðtogastíl, skoðum mismunandi stíla og lærum að skilja leiðtogastíl annarra. Hvert okkar hefur ólíkan stíl, leiðtogastíl. Þegar við eigum samskipti við aðra sem hafa svipaðan leiðtogastíl ganga samskiptin tiltölulega áfallalítið fyrir sig. Þegar við eigum samskipti við þá sem hafa stíl ólíkan Lesa meira

Folder Name