Uppbygging nýrra áfangastaða – árlegur landsbyggðarfundur FVH á Akureyri 10.feb

Uppbygging nýrra áfangastaða m. logos

Á síðustu árum hefur erlendum ferðamönnum á Íslandi fjölgað gífurlega hratt og í kjölfar þess er gróska í allri ferðaþjónustu mikil. Mikil uppbygging hefur átt sér stað um allt land í ferðaþjónustutengdum rekstri þó svo dreifing ferðamanna milli landshluta sé ansi ójöfn. Margt hefur verið reynt til að jafna fjölda ferðamanna og beina þeim lengra út á land t.d. á Norður – og Austurland, s.s. ýmiskonar klasasamstarf, menningartengd starsemi og áhersla á ferðaþjónustu í byggðaþróun.  Uppbygging nýrra áfangastaða er eitt lykilatriðanna í því að fá ferðamennina út fyrir álagssvæðin á suðvesturhorni landsins en það getur verið flókið ferli sem krefst samvinnu margra aðila.
Þann 10.febrúar nk. mun Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga halda norður í land þar sem hinn árlegi landsbyggðarfundur verður haldinn í Hofi á Akureyri. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Flugfélag Íslands og Atvinuþróunarfélag Eyjafjarðar. Að þessu sinni er umræðuefni fundarins Uppbygging nýrra áfangastaða. FVH hefur fengið til liðs við sig valinkunna framsögumenn til þess að ræða þetta áhugaverða málefni á hádegisverðarfundi.
Á fundinum verða þrjú 15-20 mínútna erindi og að þeim loknum munu framsögumenn svara spurningum fundargesta og -stjóra.

Dagskrá:
Gósk

Guðmundur Óskarsson, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Flugfélags Íslands – Beint flug milli KEF og AK

Lóa

 

 

 

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri Gray Line – Er allt að fara til fjandans eða eru enn tækifæri í ferðaþjónustu?

Róbert G

 

Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði – “Hið heimska fjármagn – hjarðhegðun og skammtímahyggja”

hilda jana

 

 

Fundarstjóri er Hilda Jana Gísladóttir, framkvæmda- og sjónvarpsstjóri á N4

 

arnor_thorir_sigfussonKristján

Eiríkur

 

 

Auk framsögumanna munu þeir Eiríkur B. Björgvinsson, bæjarsjóri á Akureyri, Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri á Húsavík og Arnór Þ. Sigfússon, framkv.stj. Sannra landvætta taka þátt í pallborðsumræðum.

Fundurinn fer fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í fundarsalnum Hömrum milli kl.12:00-13:30 föstudaginn 10.febrúar.Þátttökugjald er 2000kr. og er léttur hádegisverður innifalinn í verði fundarins. Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn hér neðst á síðunni!

Skráningu á fundinn hefur verið lokað. Við þökkum frábærar viðtökur!

Tilnefningar fyrir Þekkingardaginn 2017

_D4M5103

Óskað er eftir tilnefningum til
Þekkingarverðlaunanna 2017

FVH óskar eftir tilnefningum til þekkingarfyrirtækis ársins og viðskiptafræðings/hagfræðings ársins.

Þema þekkingarverðlaunanna er að þessu sinni “fagmennska og færni í ferðaþjónustu“. Við val á þekkingarfyrirtæki ársins er horft til þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa náð eftirtektarverðum árangi í rekstri og markaðsmálum, unnið í sátt við samfélagið og með ríka umhverfisvitund. Einnig er mikilvægt að fyrirtækin hafi öryggi og gæði að leiðarljósi í öllu sínu starfi.
Þekkingarverðlaunin í ár hlýtur það fyrirtæki sem þykir standa sig best á þessum sviðum.

Við val á viðskiptafræðing/hagfræðingi ársins verður horft til verðamætasköpunar, framlags til fræða  sem og framlags til samfélagsmála.

Frestur til að skila inn tilnefningum er til föstudagsins 17.febrúar.

Vinsamlegast sendið inn tilnefningar hér.

Þekkingarverðlaunin verða afhent í mars nk. á Þekkingardeginum sem verður auglýstur nánar síðar.

Samkeppnishæfni íslenskra verslana

banner heill samkeppnishæfni

 

Á undanförnum vikum og mánuðum hafa okkur borist fréttir af sláandi verðmun og álagningu milli verslana hérlendis og erlendis sem vakið hafa mikla athygli og viðbrögð. Breytt umhverfi á smásölumarkaði á Íslandi í kjölfar tollalækkana og styrkingar krónunnar kalla á betri kjör til neytenda. En eru þau að skila sér?
Hvaða áhrif hafa launaþrýstingur, gengisstyrking/-sveiflur og fjölgun ferðamanna á smásölu? Er ísland að verða dýrara þrátt fyrir allt?

Til þess að svara þessum og fleiri spurningum hefur FVH fengið til liðs við sig Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi en hann mun byrja fundinn á erindi þar sem hann mun tala út frá sinni reynslu hjá IKEA. Að lokinni framsögu Þórarins verða pallborðsumræður þar sem aðilar úr ýmsum áttum bregðast við erindinu og taka á efni fundarins.
Staður: Grand Hótel, Sigtún 38, Reykjavík
Tími: Miðvikudaginn 14.des kl. 8:30-10:00

Fundarstjóri: Dögg Hjaltalín, stjórnarformaður FVH.
Framsögumaður: Þórarinn Ævarsson, framkv.stj.IKEA á Íslandi – “Er hagur að standa með neytendum?”

Umræður í panel
-Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna
-Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff og varaformaður rekstrarfélags Kringlunnar
-Jón Björnsson forstjóri Festis
-Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri hjá IKEA,

Í lok fundar verða spurningar leyfðar úr sal og framsögumaður ásamt þátttakendum í panel verða til svara.

Áætluð fundarlok eru kl 10:00.

Fundurinn fer fram á Grand hótel Reykjavík, miðvikudaginn 14.desember, milli 8:30-10:00 og er öllum opinn. Þátttökugjald er 2.950 kr. fyrir félagsmenn FVH og 4.950 kr. fyrir aðra og er glæsilegt morgunverðarhlaðborð innifalið í verði fundarins.

Skráning á fundinn fer fram hér að neðan:

Online Form powered by

Bæta kaupréttir og bónusar frammistöðu starfsmanna? Hádegisfundur FVH 10.nóvember nk.

Vinnuveitendur geta greitt starfsfólki með ólíkum hætti en í hve miklum mæli er hagkvæmt að nota bónusgreiðslur eða kauprétti til móts við föst laun? Hvaða kosti og galla hefur það í för með sér fyrir fyrirtækið?

Til þess að ræða þetta áhugaverða mál hefur Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga fengið til liðs við sig Gunnar Haugen, sálfræðing og ráðgjafa hjá Capacent til að kryfja málið á hádegisverðarfundi 10.nóv nk. á Grand Hótel Reykjavík. Gunnar hefur sérhæft sig í þessum málum og mun ræða þau út frá fræðilegu sjónarhorni í erindi sínu á fundinum. Að lokinni framsögu Gunnars verða pallborðsumræður þar sem aðilar úr ýmsum áttum sem hafa góða innsýn í málin munu bregðast við framsögunni og taka á efni fundarins.

Drög að dagskrá:
Staður: Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38.
Tímasetning: Fimmtudagurinn 10.nóvember 2016 kl 12:00-13:15.
Fundarstjóri: Kristín Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Apríl almannatengsla

Framsögumaður: Gunnar Haugen, ráðgjafi hjá Capacent

Umræður í panel þar sem brugðist verður við erindi Gunnars.
– Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins
– Pétur Orri Sæmundsen, framkvæmdastjóri Vizido og stjórnarformaður Kolibri
– Gunnar Haugen, ráðgjafi frá Capacent
– Valdís Arnórsdóttir, Director of HR operation hjá Marel

Í lok fundar verða spurningar leyfðar úr sal og framsögumaður ásamt þátttakendum í panel verða til svara. Til að hjálpa okkur að móta umræður fundarins viljum við biðja þig að svara þessari örstuttu könnun. Könnunin er nafnlaus og ekki verður hægt að rekja svör til einstaklinga.

Áætluð fundarlok kl 13:15.
Fundurinn fer fram á Grand hótel Reykjavík, fimmtudaginn 10.nóvember, milli 12:00-13:15 og er öllum opinn. Þátttökugjald er 3.950 kr. fyrir félagsmenn FVH og 5.950 kr. fyrir aðra og er hádegisverður innifalinn í verði fundarins.

Skránig á fundinn fer fram hér að neðan:

Online Form powered by

Hafðu áhrif á starfsemi FVH og segðu okkur hvað þér finnst!

Kæri félagi,
Nú ætlum við í stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga að leggjast í stefnumótunarvinnu sem ætlað er að skilgreina betur og efla starf félagsins. Okkur þykir mikilvægt að fá að heyra þínar skoðanir um starfsemi félagsins og biðjum þig því að svara þessari örstuttu könnun hér að neðan.
Könnunin er nafnlaus og ekki er hægt að rekja svör til einstaklinga.

Taka þátt í könnun hér!

Við þökkum þér fyrir þátttökuna!

Kær kveðja,
Stjórn félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga.

Morgunverðarfundur FVH og EHÍ – Hvað einkennir árangursrík samskipti?

Morgunverðarfundur FVH og Endurmenntunar HÍ – Hvað einkennir árangursrík samskipti?

 

Johann-Ingi

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga og Endurmenntun HÍ standa fyrir morgunverðarfundi þann 18. október nk. kl. 08:20-09:20 í húsi Endurmenntunar HÍ, Dunhaga 7. 

Á þessum morgunverðarfundi mun Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur, fjalla um þau lykilatriði sem gera fólki kleift að ná hámarksárangri í samskiptum. Jóhann mun tala út frá námskeiðinu Árangursrík samskipti sem hann kennir ásamt Braga Sæmundssyni, sálfræðingi og kennara,  hjá EHÍ nú í október.

herdis-900Á fundinum mun Herdís Pála Pálsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðsstjórnar Reiknistofu bankanna, einnig ræða um árangursrík samskipti  út frá sinni eigin reynslu í atvinnulífinu.

Fundurinn er þátttakendum að kostnaðarlausu og býður FVH félagsmönnum upp á létta morgunhressingu. Dögg Hjaltalín, formaður stjórnar FVH, mun stýra fundinum. Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig á fundinn í gegnum skráningarsíðu Endurmenntunar HÍ.

 

Skráning á fundinn fer fram HÉR!

Morgunverðarfundur FVH og VÍ 29.sept – Vel smurð vél eða víraflækja?

Vél eða víraflækja

 Vel eða viraflækja

Vel smurð vél eða víraflækja? – Umbætur á skattkerfinu og viðhorf stjórnmálaflokkanna

Í fyrramálið, fimmtudaginn 29. september, stendur Viðskiptaráð, ásamt Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH), fyrir morgunverðarfundi um íslenska skattkerfið.

Kynntar verða nýjar tillögur verkefnisstjórnar um breytingar og umbætur á skattkerfinu og fulltrúar helstu stjórnmálaflokka segja frá afstöðu sinni til mögulegra breytinga.

Umbótatillögur kynntar

Daði Már Kristófersson, formaður verkefnisstjórnar um breytingar og umbætur á skattkerfinu, mun kynna tillögur hennar sem birtar voru á dögunum.

Viðhorf stjórnmálaflokkanna

Í framhaldinu munu fulltrúar þeirra stjórnmálaflokka sem sæti hafa á alþingi eða mælast yfir 5% í skoðanakönnunum taka þátt í pallborðsumræðum um sýn þeirra á skattkerfið og mögulegar breytingar eftir kosningar:

  • Bjarni Benediktsson frá Sjálfstæðisflokki
  • Katrín Jakobsdóttir frá Vinsti grænum
  • Oddný G. Harðardóttir frá Samfylkingu
  • Óttarr Proppé frá Bjartri framtíð
  • Sigurður Ingi Jóhannsson frá Framsóknarflokki
  • Smári McCarthy frá Pírötum
  • Þorsteinn Víglundsson frá Viðreisn

Fundurinn fer fram kl. 8.30-10.00 á Grand Hótel Reykjavík og er morgunverður í boði frá kl. 8.15.

Þátttökugjald er 2.900 kr. fyrir félaga í Viðskiptaráði eða FVH en 4.900 kr. fyrir aðra. Morgunverður er innifalinn í verði fundarins.

 

Skráning á fundinn fer fram hér
Online Form powered by

Nýjasta tölublað Hags komið út!

Hagur, tímarit Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga kom út í dag og er dreift með Viðskiptablaðinu sem og til allra viðskipta- og hagfræðinga.

Að þessu sinni er stiklað á stóru í viðskiptalífinu, starfsemi FVH síðastliðins vetrar gerð upp og síðasta golfmót FVH gerð skil í máli og myndum. Einnig má finna umfjöllun um hagsögu og hugmyndafræði Katalóníu auk þess sem bestu hlaðvörpin eru útlistuð. Þetta og margt fleira í nýjasta tölublaði Hags.

Blaðið má skoða rafrænt hér að neðan.

 

 

Ný stjórn FVH fyrir starfsárið 2016-17

Ný stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) hefur verið kjörin fyrir starfsárið 2016-2017 en í þetta sinn tóku fimm nýir sæti í stjórninni. Kosið er í embætti stjórnar til tveggja ára í senn.

 

Stjorn 16-17

Stjórn FVH fyrir komandi starfsár, 2016-2017, er þannig skipuð:

• Formaður stjórnar: Dögg Hjaltalín, viðskiptafræðingur
• Varaformaður og fulltrúi nýliða: Vala Hrönn Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur
• Formaður fræðslunefndar: Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir (vantar á mynd), viðskiptafræðingur
• Gjaldkeri: Helgi Rafn Helgason, viðskiptafræðingur
• Formaður ritnefndar: Sæunn Gísladóttir, hagfræðingur
• Fulltrú samstarfsaðila: Sveinn Agnarsson, hagfræðingur
• Fulltrúi kynningarmála: Stefán Jökull Stefánsson, viðskiptafræðingur
• Fulltrúi landsbyggðarinnar: Ásmundur Gíslason, viðskiptafræðingur
• Fulltrúi kjaranefndar: Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur
• Fulltrúi golfnefndar: Sverrir Sigursveinsson, viðskiptafræðingur
•Framkvæmdastjóri FVH er Sólveig Edda Bjarnadóttir

Árlegt golfmót FVH haldið 9.september nk.

 

Eftir vel heppnað golfmót í fyrra er loks komið að næsta golfmóti Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Golfmótið í ár verður haldið á Húsatóftarvelli í Grindavík, föstudaginn 9.september. Mótið verður ræst út kl. 14:00 og verður rútuferð úr Reykjavík kl. 12:30 frá Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. (Rútufarið mun kosta 2000kr á mann og biðjum við þá sem ætla að nýta sér það að skrá sig með því að senda póst á fvh@fvh.is með nafni og símanúmeri).

Mótið er opið öllum viðskiptafræðingum og hagfræðingum og er þeim heimilt að bjóða með sér gestum. Þetta er léttleikandi mót þar sem bæði lág- og háforgjafamenn geta spilað. Mótið er punktakeppni með forgjöf, keppt er í karla, kvenna og B flokki (forgj. 20+, en hámarks forgjöf er 28). Mótið er annálað fyrir fjölda og glæsileika verðlauna – þannig að þetta er mót sem enginn félagsmaður FVH má láta framhjá sér fara.

Þátttökugjald er 8.500 krónur á manninn, innifalið mótsgjald og ljúffengt lambakjöt og bernaise í golfskálanum. Allir eiga mjög góða möguleika á vinning en vinningarnir í ár eru fjölmargir og veglegir. Golfmót FVH hefur ávallt verið gríðarlega vinsælt en  fjöldi þátttakenda er takmarkaður og því best að skrá sig sem fyrst til að tryggja sér sæti.

  • Golfmót FVH föstudaginn 9.september kl. 14:00 á Húsatóftarvelli í Grindavík
  • Rútuferð frá Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7  kl. 12:30 

Skráning á golfmót FVH 2016 fer fram HÉR!

(Skráning í rútu á fvh@fvh.is)

Ekki láta þig vanta á skemmtilegasta golfmót sumarsins!

Bestu kveðjur,
golfnefnd FVH

Golfmót FVH 2016 er haldið í samstarfi við Ölgerð Egils Skallagrímssonar

Ölgerðin