Aðalfundur FVH 27.maí

Aðalfundur FVH var haldinn þann 27.maí sl. í Húsi verslunarinnar. FVH_logo_facebook

Farið var yfir starf félagsins á liðnum vetri og ársreikningur félagsins var undirritaður. Þar að auki var endurskoðandi kosinn og að lokum kosið til nýrrar stjórnar.  Nokkrir stjórnarmeðlimir frá síðasta vetri gáfu ekki kost á sér áfram og bættust því nokrrir nýjir meðlimir við stjórnina.

Stjórn FVH veturinn 2016-2017

Formaður, Dögg Hjaltalín
Varaformaður og fulltrúi landsbyggðarinnar, Valdimar Halldórsson
Formaður fræðslunefndar, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir (ný inn)
Gjaldkeri, Helgi Rafn Helgason (nýr inn)
Formaður ritnefndar, Sæunn Gísladóttir (ný inn)
Fulltrúi samstarfsaðila, Sveinn Agnarsson
Fulltrúi kynningarmála, Stefán Jökull Stefánsson (nýr inn)
Fulltrúi nýliða, Vala Hrönn Guðmundsdóttir
Fulltrúi kjaranefndar, Björn Brynjúlfur Björnsson (nýr inn)
Fulltrúi golfnefndar, Sverrir Sigursveinsson

FVH er þar með komið í sumarfrí þar til í lok ágúst. Fyrir mikilvæg mál verður hægt að hafa samband í gegnum fvh@fvh.is.

Aðalfundur FVH 27.maí 2015 – Allir velkomnir

Aðalfundur Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) verður haldinn föstudaginn 27. maí 2015, kl 17:00 í Húsi verslunarinnar (jarðhæð), Kringlunni 7, Reykjavík.

FVH_logo_facebookDagskrá:
1. Skýrsla um störf félagsins á liðnu starfsári
2. Reikningsskil
3. Kosning stjórnar
4. Kosning endurskoðenda
5. Önnur mál

Framboð til stjórnar FVH verða að hafa borist á netfangið fvh@fvh.is viku fyrir fund.

Allir félagsmenn eru hjartanlega velkomnir en vinsamlegast tilkynnið þátttöku með tölvupósti á fvh@fvh.is

Ráðstefnan Business & Football í Hörpu – tilboð til félagsmanna FVH

 

Að skapa vinningslið – hvað getur atvinnulífið lært af boltanum?

Ráðstefna í Hörpu 11.maí – tilboð til félagsmanna FVH

Hvað getur atvinnulífið lært af boltanum?

Á ráðstefnunni fjalla heimsþekktar fótboltastjörnur og leiðtogar úr heimi knattspyrnu og atvinnulífs um hvernig við getum nýtt afreksþjálfun, teymishugsun og stjórnun sem einkennir sigursæl íþróttalið inn í íslensk fyrirtæki. Heimsþekktar stjörnur og leiðtogar verða meðal þátttakenda, eins og Fabio Cannavaro fyrirliði heimsmeistara Ítalíu 2006, Kevin Keegan fyrrum leikmaður Liverpool og þjálfari Enska landsliðsins. Þar að auki taka þátt farsælir leiðtogar úr íslenska viðskiptalífinu s.s. Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður FKA og Grímur Sæmundsen forstjóra Bláa Lónsins.

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga er stoltur samstarfsaðili Business and Football sem stendur fyrir ráðstefnunni.

Verð til félagsmanna FVH er 23.600kr.

Smelltu hér til að kaupa miða með 20% afslætti

Almennt verð 29.500kr.

Tilboðið gildir föstudagsins 6.maí

Þetta er viðburður sem á sér engan líkan á Íslandi og við hvetjum allt áhugafólk um stjórnun, teymisvinnu, knattspyrnu og íþróttir að mæta.

Meðal þátttakenda:

 

business and football

Euro 2016 kvöld í Hörpu

Samhliða ráðstefnunni Business and Football þá verður líflegt og skemmtilegt Euro 2016 kvöld í Eldborgarsal Hörpu. Þangað munu mæta Fabio Cannavaro, David Moyes, Ramón Calderón, Kevin Keegan og fleiri til þess að fara yfir allt sem tengist Evrópukeppninni í Frakklandi og alþjóðlegri knattspyrnu. Kvöldinu verður stýrt af Richard Keys en hann er ein helsta og þekktasta stjarnan í umfjöllun um alþjóðlega knattspyrnu.  Gestir í sal fá svo tækifæri til að spyrja stjörnurnar spjörunum út um allt sem viðkemur Evrópukeppninni, knattspyrnu og ferli þeirra.

Frekari upplýsingar um ráðstefnuna og staðfesta gesti er er að finna inn á www.BusinessAndFootball.com

 

Sneiðmynd af íslenska heilbrgiðiskerfinu – hver er raunverulega staðan?

Heilbrigðisbanner

Staða heilbrigðiskerfisins hefur verið áberandi í umræðunni undanfarið. Safnast hafa um 85 þúsund undirskriftir þar sem krafist er endurreisnar heilbrigðiskerfisins og aukinna útgjalda til málaflokksins. Frásagnir af stöðu heilbrigðisþjónustu hérlendis hafa verið bæði jákvæðar og neikveiðar. Stundum berast fréttir um neyðarástand á heilbrigðisstofnunum vegna skorts á starfsfólki eða aðbúnaði en á sama tíma eru Íslendingar ofarlega á listum þegar mælikvarðar eins og lýðheilsa, útkoma meðferðarúrræða og tækjabúnaður eru skoðaðir.

Félag viðskipta- og hagfræðinga vill af þessu tilefni efna til umræðu um stöðu heilbrigðisþjónustu hérlendis í alþjóðlegu og sögulegu samhengi. Gefur staðan tilefni til að bregðast við – og ef svo er, með hvaða hætti væri best að gera það? Ef vilji stendur til að auka útgjöld til heilbrigðismála, hvernig ætti þá að ráðstafa þeim fjármunum?

Til þess að ræða þetta áhugaverða og brennandi mál hefur Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga fengið til liðs við sig Gylfa Ólafsson, heilsuhagfræðing til að kryfja málið á hádegisverðarfundi 14.apríl nk. á Fosshótel Reykjavík. Gylfi mun hefja fundinn á erindi um stöðu íslenska heilbrigðiskerfisins og að erindinu loknu verða pallborðsumræður þar sem aðilar úr ýmsum áttum sem hafa góða innsýn í málin munu bregðast við framsögu Gylfa og taka á efni fundarins.

Drög að dagskrá:
Staður: Fosshótel Reykjavík, Höfðatorgi
Tímasetning: Fimmtudaginn 14.apríl 2016, kl 12:00-13:10.
Fundarstjóri: Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas

Framsögumaður: Gylfi Ólafsson, heilsuhagfræðingur.

Umræður í panel þar sem brugðist verður við erindi Gylfa.
 – Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og pistlahöfundur
 – Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs VÍ og stjórnarformaður Klíníkurinnar
 – Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, heilsuhagfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands 

Í lok fundar verða spurningar leyfðar úr sal og framsögumaður ásamt þátttakendum í panel verða til svara.

Áætluð fundarlok kl 13:10.
Fundurinn fer fram á Fosshótel Reykjavík, fimmtudaginn 14.apríl, milli 12:00-13:10. Við viljum benda fundargestum á að nýta sér bílastæðahús á Höfðatorgi en þaðan er innangengt inn á Fosshótel Reykjavík. Þátttökugjald er 3.950 kr. fyrir félagsmenn FVH og 5.950 kr. fyrir aðra og er hádegisverður innifalinn í verði fundarins.

Skráning á fundinn fer fram hér:

Online Form powered by

 

Fleiri myndir frá Íslensku þekkingarverðlaununum

Íslensku þekkingarverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Sjóminjasafni Íslands þann 18.mars sl. Íslandsbanki hlaut þekkingarverðlaunin að þessu sinni fyrir góðan árangur í mannauðsmálum. Tvö önnur fyrirtæki hlutu tilnefningu en það voru Reiknistofa bankanna og upplýsingatæknifyrirtækið Kolibri. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair group var einnig heiðraður sem viðskiptafræðingur ársins. Forseti Íslands og verndari þekkingarverðlaunanna, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá verðlaunaafhendingunni.

_D4M4964 _D4M4969 _D4M4977 _D4M4980 _D4M4981 _D4M4984 _D4M4986 _D4M4991 _D4M4997 _D4M5005 _D4M5014 _D4M5030 _D4M5040 _D4M5053 _D4M5057 _D4M5060 _D4M5066 _D4M5069 _D4M5075 _D4M5082 _D4M5089 _D4M5103 _D4M5112 _D4M5116 _D4M5122 _D4M5129 _D4M5141 _D4M5146 _D4M5152 _D4M5158 _D4M5166 _D4M5170 _D4M5174 _D4M5182 _D4M5184 _D4M5190 _D4M5196 _D4M5197 _D4M5204 _D4M5207 _D4M5253 _D4M5254 _DSC4411 _DSC4417 _DSC4428 _DSC4434 _DSC4449 _DSC4466 _DSC4480 _DSC4489 _DSC4505

Nýjasta tölublað Hags er komið út!

Þann 31.mars sl. var nýjasta tölublað Hags gefið út og dreift til félaga FVH. Í blaðinu er m.a. fjallað um öflugt fundarstarf félagsins í vetur, Íslensku þekkingarverðlaunin sem veitt voru 18.mars, Mentor-verkefni félagsins sem á að koma á laggirnar í haust og margt fleira. Nýjasta tölublaðið má skoða hér.

Íslensku þekkingarverðlaunin 2016

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) valdi þekkingarfyrirtæki ársins og viðskiptafræðing ársins þann 21.mars. Verðlaunin eru veitt árlega og voru í ár afhent við skemmtilega athöfn á Íslenska þekkingardeginum á Sjóminjasafni Reykjavíkur. Þema þekkingarverðlaunanna í ár var “mannauðsmál í víðum skilningi”. Þrjú fyrirtæki voru tilnefnd af sérstakri dómnefnd sem FVH skipaði og var Guðmunda Smáradóttir forstöðumaður Opna Háskólans í Reykjavík formaður hennar.  Dómnefndin heimsótti nokkur fyrirtæki og valdi á endanum þrjú sem þóttu hafa skarað framúr á sviði mannauðsmála. Íslandsbanki hlaut að þessu sinni þekkingarverðlaunin fyrir mentaðarfullt starf innan bankans á sviði mannauðsmála. Hin tvö fyrirtækin sem voru tilnefnd voru upplýsingatæknifyrirtækið Kolibri og Reiknistofa bankanna.

Tilnefningar hlutu Kolibri, Reiknistofa bankanna og Íslandsbanki sem hlaut verðlaunin.

Tilnefningar hlutu Kolibri, Reiknistofa bankanna og Íslandsbanki sem hlaut verðlaunin.

 

Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group var valinn viðskiptafræðingur ársins 2016 fyrir góðan árangur við stjórn á einu stærsta og mikilvægasta fyrirtæki landsins. Stjórn FVH valdi viðskiptafræðing ársins, m.a. eftir tilnefningar frá félagsmönnum í gegnum tölvupóstlista félagsins.

björgólfur

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair group var valinn viðskiptafræðingur ársins

 

Athöfnin hófst með því að fyrirtækin sem tilnefnd voru kynntu sína stefnu í mannauðsmálum og Árelía Eydís Guðmundsdóttir einn dómnefndarmanna og dósent við Háskóla Íslands rökstuddi niðurstöðu dómnefndar.  Auðbjörg Ólafsdóttir, einn stjórnarmanna í FVH, stýrði fundinum af röggsemi.

Árelía Eydís Guðmundsdóttir flutti rökstuðning dómnefndar fyrir vali á þekkingarfyrirtæki ársins

Árelía Eydís Guðmundsdóttir flutti rökstuðning dómnefndar fyrir vali á þekkingarfyrirtæki ársins

 

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og verndari íslensku þekkingarverðlaunanna, afhenti Íslandsbanka þekkingarverðlaunin og heiðraði Björgólf Jóhannsson sem viðskiptafræðing ársins.

Athöfninni lauk með léttum veitingum.

Íslensku þekkingarverðlaunin – 21.mars

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga stendur fyrir vali á þekkingarfyrirtæki ársins og viðskipta-/hagfræðingi ársins á hverju ári og verða verðlaunin afhent á Íslenska þekkingardeginum á Sjóminjasafni Reykjavíkur þann 21.mars nk. frá kl.16:00-18:00. Að þessu sinni er þema þekkingarverðlaunanna “Mannauðsmál í víðum skilningi” og verður það fyrirtæki eða stofnun sem þykir hafa skarað fram úr á sviði mannauðsmála verðlaunað. Einnig verður viðskipta- eða hagfræðingur ársins heiðraður.

Félagið sendi á dögunum út könnun í gegnum póstlista félagsins þar sem óskað var eftir tilnefningum til þekkingarverðlaunanna og viðskipta-/hagfræðings ársins en skipaðar voru tvær dómnefndir til að skera endanlega úr um hverjir hlytu verðlaunin í ár. Í dómnefndunum sátu að þessu sinni:

Þekkingarfyrirtæki ársins

  • Guðmunda Smáradóttir, forstöðumaður Opna Háskólans í HR og formaður dómnefndar
  • Vala Hrönn Guðmundsdóttir, sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf hjá Virðingu og stjórnarmaður í FVH
  • Svala Guðmundsdóttir, lektor í mannauðsstjórnun í HÍ
  • Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við viðskiptafræðideild HÍ
  • Atli Atlason formaður samninganefndar Reyjkavíkurborgar

Viðskiptafræðingur/hagfræðingur ársins

  • Stjórn FVH

Að þessi sinni eru þrjú fyrirtæki tilnefnd til Íslensku þekkingarverðlaunanna en það eru Reiknistofa bankanna, Kolibri og Íslandsbanki.

Á síðustu árum hefur Þekkingardagurinn verið ráðstefna og verðlaunaafhending en að þessu sinni verður viðburðurinn með öðru sniði. Haldin verður stutt móttaka þar sem þau fyrirtækin sem tilnefnd eru munu segja frá sinni stefnu í mannauðsmálum. Þá munu formenn dómnefndanna tilkynna og færa rök fyrir niðurstöðum sínum og eftir það mun Forseti Ísland og verndari íslensku Þekkingarverðlaunanna, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenda þekkingarverðlaunin og heiðra viðskiptafræðing eða hagfræðing ársins. Athöfninni lýkur síðan með samkomu undir ljúfum tónum og léttum veitingum.

Nánari dagskrá verður send út bráðlega.

Frítt er inn á viðburðinn fyrir alla en við biðjum þá sem ætla sér að mæta að skrá sig hér:

Online Form powered by

Styktaraðili Þekkingarverðlaunanna 2016 er Ölgerð Egils Skallagrímssonar

Ölgerðin

“Hvað get ég gert við gráðuna mína? “- Opinn fundur FVH á Bryggjan Brugghús 10.mars

hvað get ég gert við gráðuna mína

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga býður til opins fundar á Bryggjan Brugghúsi fimmtudaginn 10.mars nk. kl.17:00-18:30.

Fundurinn er ætlaður nemum og nýútskrifuðum viðskipta- og hagfræðingum. Á fundinum verða tveir áhugaverðir gestir með framsögu og munu segja frá því hvað þeir hafa gert við gráðuna sína síðan þeir útskrifuðust. Þar verður fjallað um hvernig hugsa megi út fyrir boxið og fara óvenjulegar eða aðeins öðruvísi leiðir á starfsferlinum með þessar gráður í farteskinu.

Fundurinn er ókeypis og er tilvalið tækifæri fyrir nýútskrifaða viðskipta- og hagfræðinga til að víkka sjóndeildarhringinn og gera sér betur grein fyrir þeim tækifærum sem viðskipta- og hagfræðimenntun bjóða uppá.

Dagskrá:

  • Vala Hrönn Guðmundsdóttir, stjórnarmaður FVH opnar og stýrir fundinum
  • Edda Hermannsdóttir, hagfræðingur og samskiptastjóri Íslandsbanka
  • Birna Ósk Einarsdóttir, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri sölu og þjónustusviðs hjá Símanum

Á fundinum verður boðið upp á léttar veitingar og að dagskrá lokinni gefst fundargestum tími til að bera fram spurningar og spjalla við frummælendur og aðra fundargesti.

Skráning á fundinn fer fram hér:
Online Form powered by

“Brot af því besta” – Morgunverðarfundur FVH í samstarfi við Endurmenntun HÍ

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga og Endurmenntun HÍ standa fyrir morgunverðarfundi 17. febrúar nk. frá 8:30-9:30 þar sem kynnt verða þrjú námskeið á sviði stjórnunar og leiðtogahæfni.

Fundurinn er settur upp með nokkurs konar „brot af því besta“ fyrirkomulagi þar sem hver fyrirlestur er um 15 – 20 mínútna hröð samantekt á námskeiðinu fyrir stjórnendur og sérfræðinga.

Þrír kennarar fara stuttlega yfir eftirfarandi námskeið:
Henry Alexander Henrysson
Gagnrýnin hugsun við ákvarðanatöku
Kristín Baldursdóttir
Stjórnun og leiðtogahæfni – í anda þjónandi forystu
Kristinn Óskarsson
Hvatning og starfsánægja – áhrif stjórnenda

Fundurinn er þátttakendum að kostnaðarlausu og býður FVH félagsmönnum upp á létta morgunhressingu.
Dögg Hjaltalín, formaður stjórnar FVH, mun stýra fundinum.

Hvenær: Mið. 17. feb. frá kl. 8:30 – 9:30

Hvar: Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7.

Fundurinn er ætlaður félagsmönnum í Félagi viðskipta- og hagfræðinga.
Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig á fundinn HÉR.

FVH_logo_facebook

EHÍ