
Events Search and Views Navigation
March 2018
Hvernig færðu góða vinnu ?
Hvernig færðu góða vinnu ? Nokkur framaráð fyrir alla þá sem eru að koma út á vinnumarkaðinn, vilja breyta til eða hafa áhuga á að efla sig á vinnumarkaðinum. Björgvin Ingi Ólafsson verður með skemmtilegan fyrirlestur fyrir alla þá sem hafa áhuga á að ná meiri árangri í atvinnulífinu. Björgvin Ingi er hagfræðingur með MBA frá Kellogg School of Management. Hann hefur brallað ýmislegt allt frá bókarskrifum, sjónvarpsþáttastjórnun, háskólakennslu, stjórnarsetu í fyrirtækjum auk þess að hafa verið framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka…
Find out more »April 2018
Þekkingardagurinn 2018 – þekkingarverðlaunin
Verðmætasköpun á sviðum gervigreindar og skyrframleiðslu. Skráðu þig á Þekkingardaginn 2018. Þekkingardagurinn 2018 er undir yfirskriftinni „Frá samtölum til skyrs: verðmæt þekking leynist víða“. Aðalfyrirlesarar eru tveir og flytur hvor sitt erindið: Guðmundur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Google: „Maður, tölva og eitt lítið samtal“ Sigurður Hilmarsson, stofnandi Siggi´s skyr: „Siggi's skyr frá upphafi til dagsins í dag“ Forseti Íslands er verndari Íslenska þekkingardagsins og mun veita tvær viðurkenningar: * Þekkingarverðlaun Félags viðskipta- og hagfræðinga 2018. Í ár munu þau fara til…
Find out more »May 2018
Starfsframi eða stöðnun ? Kjör, umhverfi og verkfæri millistjórnenda
Hádegisverðarfundur FVH verður haldinn á Nauthól 30. maí nk. kl. 12:00. Niðurstöður kjarakönnunar félagsins verða kynntar - en Zenter rannsóknir sáu um framkvæmd rannsóknarinnar. Í framhaldi mun félag viðskipta- og hagfræðinga kynna nýja launareiknivél. Tilgangur reiknivélarinnar er að gefa félagsmönnum færi á að fá aðgang að áætluðum meðallaunum sem eru byggð á gögnum úr launakönnun FVH. Reiknivélin er gagnvirk og gefur notendum færi á að nálgast upplýsingar sem byggja á niðurstöðum aðhvarfsgreiningar um áhrif þátta eins og kyns, aldurs og…
Find out more »August 2018
Golfmót FVH 2018 !
Golfmót FVH – föstudaginn 24. ágúst á Hamarsvellinum í Borgarnesi ! Þátttökugjald er 9.000 kr. fyrir almenna þátttakendur (mótsgjald, rúta báðar leiðir og kvöldmatur) og 7.500 kr fyrir félagsmenn FVH. Dagskrá: 11:30 Brottför – Mæting við Hús verslunarinnar, Kringlunni 7 14:00 Mótið ræst 19:00 Kvöldverður Þetta er léttleikandi mót þar sem bæði lág- og háforgjafamenn geta spilað. Mótið er punktakeppni með forgjöf, keppt er í karla, kvenna og B flokki (forgjöf 20+, en hámarks forgjöf er 28). Mótið er annálað…
Find out more »September 2018
Hvernig selja á íslensk fyrirtæki fyrir milljarða
Stórsköpun: Hvernig selja má íslensk fyrirtæki á milljarða? Stórsköpun er nýyrði skilgreint sem nýsköpun á stórum skala, þ.e. uppbygging fyrirtækis sem býr til milljarða af nýjum verðmætum. Fundarstjóri: Helga Valfells frá Crowberry Capital. Tryggvi Hjaltason senior strategist hjá CCP og formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins mun fjalla um stórsköpun, svarar spurningu á borð við "af hverju þurfti CCP leyfi frá Pentagon til að vaxa?" og ræðir hindranir og tækifæri íslenskra fyrirtækja í útrás og vexti. Pallborðsumræður: Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands Þorsteinn B.…
Find out more »October 2018
Er fasteignamarkaðurinn í jafnvægi?
Er fasteignamarkaðurinn í jafnvægi? FVH í samstarfi við Samtök iðnaðarins halda hádegisverðarfund á Hilton Reykavik Nordica nk. þriðjudag. Stöðugleiki á íbúðarmarkaði ? *Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins Hvað er í byggingu á íbúðamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess? Hvert verður framboð af nýju íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum? Hvernig mun þörfin fyrir nýjar íbúðir þróast og hvernig getum við tryggt sem best að íbúðaframboð mæti þörf? Ingólfur mun fjalla um þetta og fleira er viðkemur íbúðamarkaðinum í erindi…
Find out more »