Go to Top

Félagsaðild

FVH – Þitt fagfélag
Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga er fagfélag háskólamenntaðs fólks á sviði viðskiptafræða og hagfræða. Ef þú hefur útskrifast sem viðskiptafræðingur eða hagfræðingur frá viðurkenndum íslenskum háskóla ert þú gjaldgeng/ur í félagið. Það eina sem þú þarft þá að gera er að greiða félagsgjaldið og ert þú þá orðin/n fullgildur félagsmaður. Félagsgjaldið er aðeins kr. 9.900 á ári. Með þátttöku þinni eflir þú starfsemi FVH. Við hvetjum þig því eindregið til að taka þátt og greiða félagsgjöld 2016-2017.

 

Hópur viðskiptafræðinga og hagfræðinga er fjölbreyttur og fjölmennur og ekki er vanþörf á að auka samkennd stéttarinnar. Félagsstarf er gefandi og þar gefst tækifæri til þess að hafa áhrif á gang mála. Áhugi og þátttaka eru lífæðar hvers félags og þeir sem eru virkir þátttakendur fá mest í sinn hlut.

Með þátttöku þinni eflir þú starfsemi FVH – SKRÁÐU ÞIG Í FÉLAGIÐ HÉR

 

Ávinningur þinn með félagsaðild er meðal annars:

· Kjarakönnun FVH. Hvar stendur þú í samanburði við markaðinn? Hvergi er unnin sambærileg könnun á kjörum viðskiptafræðinga og hagfræðinga.

· Mun lægri þátttökugjöld á fræðslufundi og ráðstefnur félagsins

  • 50% afsláttur á ráðstefnu Íslenska þekkingardaginn
  • 40% afsláttur á hádegis- og morgunverðarfundi félagsins
  • Félagsmenn utan vinnumarkaðar greiða enn lægri þátttökugjöld.

· Hagstæðari kjör fyrir félagsmenn FVH á ýmis námskeið, ráðstefnur og fundi sem sem haldin eru í samstarfi við önnur félög. 

· Efling tengslanets í atvinnulífinu í gegnum viðburði FVH

· Boð í fyrirtækjaheimsóknir framsækinna fyrirtækja

· Mannamót verða á sínum stað síðasta miðvikudag í mánuði

· Ýmis  sérkjör á áhugaverðum vörum og þjónustu

· Hið árlega golfmót FVH

· HAGUR, fréttabréf Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga

 

Að auki bendum við þér á að skrá þig á póstlista FVH hér til hægri á vefsíðu félagsins.

Þeir sem vilja láta taka árgjaldið út af kreditkorti sínu greiða 9.900 krónur. Fyrir frekari upplýsingar þess efnis sendið tölvupóst á fvh@fvh.is .

Félagsgjöld eru helsti tekjustofn félagsins og með því að greiða þau, leggur þú grunninn að öflugra félagsstarfi !