Íslensku þekkingarverðlaunin 2018 – tilnefningar óskast

Íslensku þekkingarverðlaunin 2018 – tilnefningar óskast

Íslensku þekkingarverðlaunin 2018 verða afhent við hátíðlega athöfn í mars næstkomandi.

Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa skarað fram úr með bættu rekstrarumhverfi vegna nýsköpunar í tækni.

Dómnefnd sem skipuð er árlega mun skera úr hver hlýtur verðlaunin í ár og er Forseti Íslands verndari Íslensku þekkingarverðlaunanna.

Við val á þekkingarfyrirtæki ársins 2018 verður horft til þeirra fyrirtækja sem eru leiðandi í stafrænum lausnum og hafa með nýsköpun í tækni bætt rekstrarumhverfi fyrirtækisins. Leitað er eftir fyrirtækjum sem hafa með aukinni sjálfvirkni bætt þjónustu, afköst, nýtingu og/eða framleiðni. Einnig er mikilvægt að fyrirtækin starfi í sátt við samfélagið og séu með ríka umhverfisvitund. Þekkingarverðlaunin í ár hlýtur það fyrirtæki sem þykir standa sig best á þessum sviðum.

Nokkrir heppnir þátttakendur sem senda tilnefningar til dómnefndar fyrir 1. febrúar nk. hljóta skemmtilega bókagjöf frá Sölku bókaútgáfu.

 

SMELLTU HÉR FYRIR TILNEFNINGAR

FVH leitar að nýjum framkvæmdastjóra

Félag viðskipta- og hagfræðinga (FVH) auglýsir eftir framkvæmdastjóra í 50% stöðu. FVH er fagfélag háskólamenntaðs fólks á sviði viðskipta- og hagfræða.

Framkvæmdastjóri heldur utan um fjármál og félagatal, sinnir kynningar- og markaðsstarfi, skipuleggur viðburði og sinnir daglegum rekstri út frá leiðsögn stjórnar félagsins.

Hæfniskröfur:
• Háskólapróf í viðskiptafræði eða hagfræði
• Reynsla af markaðsmálum og skipulagningu viðburða
• Þekking á upplýsingatækni fyrir vefsíðu, samfélagsmiðla og póstútsendingakerfi
• Gott vald á rituðu máli
• Agi, sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfileikar

Umsóknarfrestur er til 25. júní og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir og ferilskrá óskast sendar á fvh@fvh.is. Nánari upplýsingar gefur Dögg Hjaltalín, formaður stjórnar FVH í síma 899-0645.

Aðalfundur FVH 30.maí nk

Aðalfundur Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) verður haldinn þriðjudaginn 30. maí 2017, kl 17:00 í Húsi verslunarinnar (jarðhæð), Kringlunni 7, Reykjavík.

Dagskrá:
1. Skýrsla um störf félagsins á liðnu starfsári
2. Reikningsskil
3. Kosning stjórnar
4. Kosning endurskoðenda
5. Önnur mál

Framboð til stjórnar FVH verða að hafa borist á netfangið fvh@fvh.is í síðasta lagi þann 25.maí.

Allir félagsmenn eru hjartanlega velkomnir en vinsamlegast tilkynnið þátttöku með tölvupósti á fvh@fvh.is