Go to Top

Blog

Bæta kaupréttir og bónusar frammistöðu starfsmanna? Hádegisfundur FVH 10.nóvember nk.

Vinnuveitendur geta greitt starfsfólki með ólíkum hætti en í hve miklum mæli er hagkvæmt að nota bónusgreiðslur eða kauprétti til móts við föst laun? Hvaða kosti og galla hefur það í för með sér fyrir fyrirtækið? Til þess að ræða þetta áhugaverða mál hefur Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga fengið til liðs við sig Gunnar Haugen, sálfræðing og ráðgjafa hjá Capacent til að kryfja málið á hádegisverðarfundi 10.nóv nk. á Grand Hótel Lesa meira

Hafðu áhrif á starfsemi FVH og segðu okkur hvað þér finnst!

Kæri félagi, Nú ætlum við í stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga að leggjast í stefnumótunarvinnu sem ætlað er að skilgreina betur og efla starf félagsins. Okkur þykir mikilvægt að fá að heyra þínar skoðanir um starfsemi félagsins og biðjum þig því að svara þessari örstuttu könnun hér að neðan. Könnunin er nafnlaus og ekki er hægt að rekja svör til einstaklinga. Taka þátt í könnun hér! Við þökkum þér fyrir Lesa meira

Morgunverðarfundur FVH og EHÍ – Hvað einkennir árangursrík samskipti?

Morgunverðarfundur FVH og Endurmenntunar HÍ – Hvað einkennir árangursrík samskipti?   Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga og Endurmenntun HÍ standa fyrir morgunverðarfundi þann 18. október nk. kl. 08:20-09:20 í húsi Endurmenntunar HÍ, Dunhaga 7.  Á þessum morgunverðarfundi mun Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur, fjalla um þau lykilatriði sem gera fólki kleift að ná hámarksárangri í samskiptum. Jóhann mun tala út frá námskeiðinu Árangursrík samskipti sem hann kennir ásamt Braga Sæmundssyni, sálfræðingi og kennara,  hjá EHÍ nú í október. Lesa meira

Morgunverðarfundur FVH og VÍ 29.sept – Vel smurð vél eða víraflækja?

  Vel smurð vél eða víraflækja? – Umbætur á skattkerfinu og viðhorf stjórnmálaflokkanna Í fyrramálið, fimmtudaginn 29. september, stendur Viðskiptaráð, ásamt Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH), fyrir morgunverðarfundi um íslenska skattkerfið. Kynntar verða nýjar tillögur verkefnisstjórnar um breytingar og umbætur á skattkerfinu og fulltrúar helstu stjórnmálaflokka segja frá afstöðu sinni til mögulegra breytinga. Umbótatillögur kynntar Daði Már Kristófersson, formaður verkefnisstjórnar um breytingar og umbætur á skattkerfinu, mun kynna tillögur hennar sem Lesa meira

Nýjasta tölublað Hags komið út!

Hagur, tímarit Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga kom út í dag og er dreift með Viðskiptablaðinu sem og til allra viðskipta- og hagfræðinga. Að þessu sinni er stiklað á stóru í viðskiptalífinu, starfsemi FVH síðastliðins vetrar gerð upp og síðasta golfmót FVH gerð skil í máli og myndum. Einnig má finna umfjöllun um hagsögu og hugmyndafræði Katalóníu auk þess sem bestu hlaðvörpin eru útlistuð. Þetta og margt fleira í nýjasta tölublaði Hags. Lesa meira

Ný stjórn FVH fyrir starfsárið 2016-17

Ný stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) hefur verið kjörin fyrir starfsárið 2016-2017 en í þetta sinn tóku fimm nýir sæti í stjórninni. Kosið er í embætti stjórnar til tveggja ára í senn.   Stjórn FVH fyrir komandi starfsár, 2016-2017, er þannig skipuð: • Formaður stjórnar: Dögg Hjaltalín, viðskiptafræðingur • Varaformaður og fulltrúi nýliða: Vala Hrönn Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur • Formaður fræðslunefndar: Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir (vantar á mynd), viðskiptafræðingur • Gjaldkeri: Helgi Lesa meira

Árlegt golfmót FVH haldið 9.september nk.

link icon

  Eftir vel heppnað golfmót í fyrra er loks komið að næsta golfmóti Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Golfmótið í ár verður haldið á Húsatóftarvelli í Grindavík, föstudaginn 9.september. Mótið verður ræst út kl. 14:00 og verður rútuferð úr Reykjavík kl. 12:30 frá Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. (Rútufarið mun kosta 2000kr á mann og biðjum við þá sem ætla að nýta sér það að skrá sig með því að senda póst á fvh@fvh.is með nafni Lesa meira