Go to Top

Blog

Uppbygging nýrra áfangastaða – árlegur landsbyggðarfundur FVH á Akureyri 10.feb

Á síðustu árum hefur erlendum ferðamönnum á Íslandi fjölgað gífurlega hratt og í kjölfar þess er gróska í allri ferðaþjónustu mikil. Mikil uppbygging hefur átt sér stað um allt land í ferðaþjónustutengdum rekstri þó svo dreifing ferðamanna milli landshluta sé ansi ójöfn. Margt hefur verið reynt til að jafna fjölda ferðamanna og beina þeim lengra út á land t.d. á Norður – og Austurland, s.s. ýmiskonar klasasamstarf, menningartengd starsemi og Lesa meira

Tilnefningar fyrir Þekkingardaginn 2017

Óskað er eftir tilnefningum til Þekkingarverðlaunanna 2017 FVH óskar eftir tilnefningum til þekkingarfyrirtækis ársins og viðskiptafræðings/hagfræðings ársins. Þema þekkingarverðlaunanna er að þessu sinni „fagmennska og færni í ferðaþjónustu„. Við val á þekkingarfyrirtæki ársins er horft til þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa náð eftirtektarverðum árangi í rekstri og markaðsmálum, unnið í sátt við samfélagið og með ríka umhverfisvitund. Einnig er mikilvægt að fyrirtækin hafi öryggi og gæði að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Þekkingarverðlaunin í ár hlýtur það fyrirtæki sem Lesa meira

Samkeppnishæfni íslenskra verslana

  Á undanförnum vikum og mánuðum hafa okkur borist fréttir af sláandi verðmun og álagningu milli verslana hérlendis og erlendis sem vakið hafa mikla athygli og viðbrögð. Breytt umhverfi á smásölumarkaði á Íslandi í kjölfar tollalækkana og styrkingar krónunnar kalla á betri kjör til neytenda. En eru þau að skila sér? Hvaða áhrif hafa launaþrýstingur, gengisstyrking/-sveiflur og fjölgun ferðamanna á smásölu? Er ísland að verða dýrara þrátt fyrir allt? Til Lesa meira

Bæta kaupréttir og bónusar frammistöðu starfsmanna? Hádegisfundur FVH 10.nóvember nk.

Vinnuveitendur geta greitt starfsfólki með ólíkum hætti en í hve miklum mæli er hagkvæmt að nota bónusgreiðslur eða kauprétti til móts við föst laun? Hvaða kosti og galla hefur það í för með sér fyrir fyrirtækið? Til þess að ræða þetta áhugaverða mál hefur Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga fengið til liðs við sig Gunnar Haugen, sálfræðing og ráðgjafa hjá Capacent til að kryfja málið á hádegisverðarfundi 10.nóv nk. á Grand Hótel Lesa meira

Hafðu áhrif á starfsemi FVH og segðu okkur hvað þér finnst!

Kæri félagi, Nú ætlum við í stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga að leggjast í stefnumótunarvinnu sem ætlað er að skilgreina betur og efla starf félagsins. Okkur þykir mikilvægt að fá að heyra þínar skoðanir um starfsemi félagsins og biðjum þig því að svara þessari örstuttu könnun hér að neðan. Könnunin er nafnlaus og ekki er hægt að rekja svör til einstaklinga. Taka þátt í könnun hér! Við þökkum þér fyrir Lesa meira

Morgunverðarfundur FVH og EHÍ – Hvað einkennir árangursrík samskipti?

Morgunverðarfundur FVH og Endurmenntunar HÍ – Hvað einkennir árangursrík samskipti?   Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga og Endurmenntun HÍ standa fyrir morgunverðarfundi þann 18. október nk. kl. 08:20-09:20 í húsi Endurmenntunar HÍ, Dunhaga 7.  Á þessum morgunverðarfundi mun Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur, fjalla um þau lykilatriði sem gera fólki kleift að ná hámarksárangri í samskiptum. Jóhann mun tala út frá námskeiðinu Árangursrík samskipti sem hann kennir ásamt Braga Sæmundssyni, sálfræðingi og kennara,  hjá EHÍ nú í október. Lesa meira

Morgunverðarfundur FVH og VÍ 29.sept – Vel smurð vél eða víraflækja?

  Vel smurð vél eða víraflækja? – Umbætur á skattkerfinu og viðhorf stjórnmálaflokkanna Í fyrramálið, fimmtudaginn 29. september, stendur Viðskiptaráð, ásamt Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH), fyrir morgunverðarfundi um íslenska skattkerfið. Kynntar verða nýjar tillögur verkefnisstjórnar um breytingar og umbætur á skattkerfinu og fulltrúar helstu stjórnmálaflokka segja frá afstöðu sinni til mögulegra breytinga. Umbótatillögur kynntar Daði Már Kristófersson, formaður verkefnisstjórnar um breytingar og umbætur á skattkerfinu, mun kynna tillögur hennar sem Lesa meira