Íslensku þekkingarverðlaunin – 25.apríl

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga stendur fyrir vali á þekkingarfyrirtæki ársins og viðskipta-/hagfræðingi ársins á hverju ári og verða verðlaunin afhent á Íslenska þekkingardeginum á Fosshótel Reykjavík þann 25.apríl nk. frá kl.16:00-18:00. Að þessu sinni er þema þekkingarverðlaunanna „Fagmennska og færni í ferðaþjónustu“ og verður það fyrirtæki eða stofnun sem þykir hafa skarað fram úr verðlaunað. Einnig verður viðskipta- eða hagfræðingur ársins heiðraður.

Félagið sendi á dögunum út könnun í gegnum póstlista félagsins þar sem óskað var eftir tilnefningum til þekkingarverðlaunanna og viðskipta-/hagfræðings ársins en skipaðar voru tvær dómnefndir til að skera endanlega úr um hverjir hlytu verðlaunin í ár. Í dómnefndunum sátu að þessu sinni:

Þekkingarfyrirtæki ársins
Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor í ferðamálafræði við HÍ.
Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður hjá Ferðamálastofu
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Ferðaklasans
Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Sverrir Sigursveinsson, viðskiptafræðingur og stjórnarmaður í FVH.

Að þessi sinni eru þrjú fyrirtæki tilnefnd til Íslensku þekkingarverðlaunanna en það eru Norðursigling, Bláa lónið og Íslenskir fjallaleiðsögumenn.

Á Þekkingardeginum verður haldin stutt móttaka þar sem þau fyrirtækin sem tilnefnd eru kynna starfsemi sína. Forseti Ísland, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir þekkingarverðlaunin og heiðrar viðskiptafræðing eða hagfræðing ársins. Þá munu formenn dómnefndanna tilkynna og færa rök fyrir niðurstöðum sínum. Athöfninni lýkur síðan með samkomu undir ljúfum tónum og léttum veitingum.

Frítt er inn á viðburðinn fyrir alla en við biðjum þá sem ætla sér að mæta að skrá sig hér:

Online Form powered by

Fundur felldur niður – Stjórnun teyma til árangurs í nýsköpun – Hádegisfundur með Opna Háskólanum í Reykjavík 24.apríl

Stjórnun teyma til árangurs í nýsköpun – Hádegisfundur með Opna háskólanum í Reykjavík.

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga og Opni háskólinn í HR standa fyrir hádegisverðarfundi 24.april nk. þar sem kynnt verður námskeiðið Stjórnun teyma til árangurs í nýsköun. Á fundinum mun leiðbeinandi námskeiðsins, Ragnheiður H. Magnúsdóttir fara í fljótu bragði yfir námskeiðið og ræða stjórnun teyma í Nýsköpun.

Ragnheiður er vélaverkfræðingur og með meistaragráðu í framleiðsluverkfræði frá Álaborgarháskóla. Áður en hún hóf störf hjá Marel starfaði hún sem framkvæmdarstjóri Hugsmiðjunnar í sex ár. Ragnheiður er formaður tækninefndar Vísinda-og tækniráðs.

Eftir erindi Ragnheiðar mun reynslubolti úr atvinnulífinu ræða um stjórnun nýsköpunarteyma út frá eigin reynslu og verkefnum. Guðfinnur Sveinsson ráðgjafi í stjórnun og teymisvinnu ætlar að flytja stutt erindi um sína reynslu af teymisvinnu en hann starfaði hjá Plain vanilla áður og er nú sjálfstæður ráðgjafi en hans helstu kúnnar eru WOW air, Tempo og Lykill.

Skráning fer fram hér að neðan.

Fundurinn var feldur niður þar sem lágmarks skráning náðist ekki.

                                                  
    

Gjaldtaka í ferðaþjónustu – hvaða leið er skynsamlegust? Hádegisfundur FVH 22.mars

Gjaldtaka banner

Á síðustu árum hefur erlendum ferðamönnum á Íslandi fjölgað gífurlega hratt og samhliða hefur mikil uppbygging átt sér stað í starfsemi tengdri ferðaþjónustu. Vaxtarverkir eru þó til staðar og má þar einna helst nefna ójafna dreifingu ferðamannastraumsins, aukið álag á innviði og þann kostnað sem því fylgir.

Gjaldtaka hefur verið nefnd sem möguleg lausn við þessum vandamálum, en umdeilt er hvaða leið sé skynsamlegust í þeim efnum. Félag viðskipta- og hagfræðinga mun fjalla um þetta álitamál út frá sjónarhóli hagfræðinnar. Hvaða hagrænu áhrif hafa ólíkar gjaldtökuleiðir? Og hvaða leið er best til þess fallin að tryggja farsæla framtíð íslenskrar ferðaþjónstu?

Dagskrá
Þórunn Elísabet Bogadóttir aðstoðarritstjóri Kjarnans og fundarstjóri opnar fundinn
Daði Már Kristófersson forseti félagsvísindasviðs HÍ heldur erindi um mismunandi leiðir til gjaldtöku

Að erindi Daða loknu verða spurningar leyfðar úr sal og framsögumaður ásamt þátttakendum í panel verða til svara. Í pallborðinu sitja auk Daða:

Ólafur Örn Haraldsson – Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum
Rannveig Grétarsdóttir – Framkvæmdastjóri Eldingar
Anna Dóra Sæþórsdóttir – prófessor í ferðamálafræði við HÍ

Fundurinn fer fram á Grand hótel Reykjavík – fundarsalnum Setri, miðvikudaginn 22.mars, milli 12:00-13:15 og er öllum opinn. Þátttökugjald er 2.950 kr. fyrir félagsmenn FVH og 4.950 kr. fyrir aðra og er léttur hádegisverður innifalinn í verði fundarins.

Skráning á fundinn fer fram hér!

ATH! Ef vandamál koma upp með skráningu má skrá sig á fvh@fvh.is