Fimm bestu námskeið Endurmenntunar HÍ á “Executive Summary” hraða 5 x 15 mín

Starf vetrarins hefst með spennandi og skemmtilegum hádegisverðarfundi þriðjudaginn 17. september kl. 11.45 til 13.00 á Hilton hótel Nordica.

Fræðslunefnd Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga valdi úr frábæru úrvali námskeiða Endurmenntunar Háskóla Íslands framúrskarandi námskeið fyrir félagsmenn. Hver fyrirlestur er 15 mínútna “Executive Summary” eða hröð samantekt fyrir stjórnendur og sérfræðinga.

Dagskráin er eftirfarandi:

11.45 Virðismat fyrirtækja

Erlendur Davíðsson, hagfræðingur og sjóðsstjóri hjá Júpíter

12.00 Grunnatriði stjórnarsetu – fyrir nýja og verðandi stjórnarmenn fyrirtækja

Arnaldur Hjartarson lögfræðingur frá Yale háskóla og aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands

12.15 Grunnatriði í verkefnastjórnun

Sveinn Áki Sverrisson, MPM (Master of Project Management)

12.30 Fjármálabyltingar og kauphallarhrun í 300 ár – Yfirsýn yfir sögu verðbréfaviðskiptaMagnús Sveinn Helgason, sagnfræðingur og sérfræðingur í Bandarískum stjórnmálum

12.45 Náðu árangri í Google með orðin að vopni

Sigurjón Ólafsson, vefráðgjafi og stundakennari við Háskóla Íslands

Aðgangseyrir er 3.950 kr. fyrir félaga og 5.950 kr. fyrir aðra. Boðið er upp á hádegisverð.

Starf vetrarins hefst klárlega af krafti með hádegisfyrirlestri sem enginn félagsmaður FVH má láta fram hjá sér fara, bókaðu þig strax !

Skráning

Félag viðskipta og hagfræðinga í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands

Aðalfundur 2013 29. maí kl.17:00

Dagskrá:

 

1.     Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári

2.     Reikningsskil

3.     Kosning stjórnar

4.     Kosning endurskoðenda

5.     Önnur mál

Dagsetning: 29.maí

Klukkan: 17:00-18:00

Fundarstaður: Hús verzlunarinnar, jarðhæð (Þjóðgarði)

Markmið fundar: Hefðbundin aðalfundarstörf

Allir velkomnir

Golfmót FVH 30. ágúst – takið daginn frá

Hið árlega golfmót FVH verður haldið hjá GKG á Leirdalsvelli föstudaginn 30. ágúst. Mótið er opið öllum viðskiptafræðingum og hagfræðingum og er þeim heimilt að bjóða með sér gestum. Golfmót FVH hefur ávallt verið gríðarlega vinsælt og fjöldi þátttakenda er takmarkaður þannig að það borgar sig að skrá sig sem fyrst.

Mótið verður leikið í punktakeppni með forgjöf. Verðlaun veitt fyrir besta skor karla og besta skor kvenna. Leiknar verða 18 holur með forgjöf. Mótið er punktamót þannig að allir eiga góða möguleika á verðlaunasætum. Ræst verður út frá öllum teigum í einu. Hámarksforgjöf er 28 fyrir konur og 24 fyrir karla.

Þátttökugjald er 11.500 krónur pr. mann. Kvöldverður í golfskála GKG innifalinn og skemmtiatriði í boði.

Fyrirtæki geta keypt eitt holl á 50.000 krónur með mat fyrir fjóra. Fyrirtækjaskráning er á fvh@fvh.is.

•       Hvenær: föstudagur 30. ágúst 2013 kl. 12:00

•       Hvar: Golfklúbburinn Kópavogs/Garðabæjar (GKG) – Leirdalsvöllur

Skráning fer fram í gegnum golf.is: Skráning

Ekki láta þig vanta á skemmtilegasta golfmót sumarsins á einum flottasta golfvelli landsins!

Bestu kveðjur

Golfnefnd FVH