Go to Top

Siðareglur félagsmanna FVH

1. Félagsmaður FVH kappkostar að vinna störf sín af heiðarleika og hlutlægni.

2. Félagsmaður FVH er hreinskiptinn, veitir öðrum drengilega samkeppni og talar máli þeirra sem beittir eru röngum ásökunum.

3. Félagsmaður FVH stuðlar að því að sérþekking hans sé notuð til góðs fyrir fólk, samfélag og umhverfi.

4. Félagsmaður FVH viðheldur þekkingu sinni og hæfni.

5. Félagsmaður FVH tekur viðfangsefni sín sjálfstæðum og gagnrýnum tökum.

6. Félagsmaður FVH gætir þagnarskyldu sem varðar viðskiptaleyndarmál eða upplýsingar sem honum er trúað fyrir.

7. Félagsmaður FVH misnotar ekki aðstöðu sína gagnvart þeim sem treysta honum fyrir hagsmunum sínum.

8. Félagsmaður FVH er tryggur samstarfsmaður, trúr í starfi og vakir yfir hagsmunum fyrirtækis eða stofnunar sem hann vinnur fyrir.

9. Félagsmaður FVH temur sér réttlæti í starfi og stuðlar að opnum og skapandi samskiptum á vinnustað.

10. Félagsmaður FVH tekur ekki að sér verkefni sem hindrar hann í því að fylgja siðareglum þessum og veitir öðrum félagsmönnum virkan stuðning í framfylgd þeirra.