Go to Top

Um FVH

Félag viðskipta- og hagfræðinga, FVH er framsækið og virt fagfélag háskólamenntaðs fólks á sviði viðskiptafræða og hagfræða og má rekja sögu félagsins allt til ársins 1938. Hlutverk FVH er að stuðla að því að félagsmenn og aðrir áhugamenn um þessi fræði njóti fræðslu og endurmenntunar. FVH vill efla kynni og tengsl félagsmanna og hlúa að kjörum þeirra með kjarakönnun FVH.

Hlutverk félagsins er:

  • efla hagnýta menntun og rannsóknir í viðskiptafræði, hagfræði og skyldum fræðigreinum á Íslandi
  • stuðla að því að félagsmenn og aðrir áhugamenn um þessi fræði njóti fræðslu og endurmenntunar
  • kynna menntun félagsmanna og efla ímynd þeirra
  • veita félagsmönnum hagnýtar upplýsingar og ráðgjöf um málefni sem snerta kjör þeirra og starfsframa
  • efla kynni og tengsl félagsmanna

Starfsheitið: Leyfi til að kalla sig viðskiptafræðing eða hagfræðing er veitt samkvæmt lögum nr. 27/1981 um rétt manna til að kalla sig viðskiptafræðinga eða hagfræðinga. Þeir sem lokið hafa BS- eða cand. oecon.-prófi frá viðskiptadeild eða BS-prófi frá hagfræðideild viðurkennds íslensks háskóla eða meistaranámi frá framangreindum deildum, sbr. lög nr. 136/1997, um háskóla, þurfa ekki leyfi ráðherra. Þeir sem lokið hafa námi, hvort heldur BS/BA eða MS/MA, frá erlendum háskólum þurfa að sækja um heimild til að kalla sig viðskiptafræðing eða hagfræðing. Til að sækja um leyfi / frá frekari upplýsingar – vinsamlegast smelltu þá hér