top of page

Af hverju gerast meðlimur?

Hlutverk FVH er að stuðla að því að félagsmenn, og aðrir áhugamenn um fræðin, njóti fræðslu og endurmenntunar. FVH vill efla kynni og tengsl félagsmanna og hlúa að kjörum þeirra með kjarakönnun FVH.

Félagsgjöld eru 11.900 kr. á ári.

1

Reglulegir fundir FVH

FVH stendur fyrir reglulegum fundum um málefni líðandi stundar í íslensku viðskiptalífi.

Áhersla FVH er að skapa vettvang til að stuðla bæði að aukinni fræðslu félagsfólks sem og til að styrkja tengslanet þess innbyrðis og við aðila í íslensku viðskiptalífi. 

 

Félagsmenn fá forgang við skráningu á alla viðburði FVH og umtalsverðan afslátt á þá viðburði sem kostar inn á og einnig aðgang að upptökum af viðburðum inn á innra svæði FVH.

2

Endurmenntun

Félagið stuðlar að endurmenntun með tilboðum og afsláttum á úrval námsleiða hjá Endurmenntun Háskóla Íslands, Frama og Akademias sem styrkja viðskipta- og hagfræðinga í störfum sínum 

 

Hægt er að nálgast tilboð fyrir félagsmenn inn á Mitt svæði FVH eða í tölvupósti á fvh@fvh.is.

3

Þekkingarverðlaun FVH

FVH stendur fyrir vali á Þekkingarfyrirtæki ársins sem þykir hafa skarað fram úr á árinu miðað við þema hvers árs.

 

Einnig eru veitt verðlaun fyrir viðskipta- eða hagfræðing ársins við sama tilefni.

Meðlimum FVH gefst tækifæri á að tilnefna einstaklinga og fyrirtæki á ári hverju.

 

Hægt er að lesa nánar um viðburðinn og verðlaunahafa hér.

4

Kjarakönnun og Launareiknivél FVH

Félag viðskipta- og hagfræðinga hefur framkvæmt kjarakannanir reglulega frá 1997. Tilgangur kjarakönnunar er að gefa félagsmönnum FVH ítarlegar upplýsingar um kjör, áhrif menntunar og annarra þátta í starfsumhverfi þeirra.

 

Félagsmenn FVH hafa aðgang að Launareiknivél FVH í gegnum Mitt svæði FVH.

bottom of page