Svanhildur Nanna í Viðskiptaspjalli
þri., 29. okt.
|Reykjavík
Viðskiptaspjall Kjarval og FVH
Time & Location
29. okt. 2024, 16:30 – 18:30
Reykjavík, Austurstræti 10a, 101 Reykjavík, Iceland
About the event
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir í Viðskiptaspjalli Kjarval og FVH
Margt verður rætt og skrafað í næsta viðskiptaspjalli Kjarval og FVH, þegar athafnakonan Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir mætir í áhugavert spjall.
Svana er umsvifamikill, áræðinn og umtalaður fjárfestir, sem spænist um á fjallahjóli eða leikur sér á snjóbretti milli verkefna. Hún hefur sett mark sitt á fjölmörg félög, skráð og óskráð, og ávaxtað sitt pund vel.
Við munum ræða bankaferilinn, áherslur í fjárfestingum, Skeljungsmálið, baráttuna um VÍS, tískubransann og margt fleira!
Ekki missa af skemmtilegu samtali og góðri tengslamyndun í kjölfarið á Vinnustofu Kjarval