Kjarakönnun FVH 2015 var framkvæmd af PWC, 28. maí-13. sept. 2015.
Æðstu stjórnendur í fyrirtækjum með a.m.k. 20 starfsmenn eru launahæstir með 1.125.000 kr. í mánaðarlaun, framkvæmdastjórar sviða koma næstir með 1.100.000 kr. og þar næst forstöðumenn með 1.050.000 kr. Launahæstu sérfræðingarnir eru löggiltir endurskoðendur með 977.000 kr. Næst koma fjármálasérfræðingar með 825.000 kr. og í þriðja sæti eru kennarar með 730.000 kr. Miðgildi heildarlauna meðal viðskipta- og hagfræðinga var 777.000 kr., en meðaltalið var 860.000 kr. Miðgildi grunnlauna var 684.000 kr. og meðaltalið var 766.000 kr.
Heildarlaun hækka með aukinni menntun og starfsaldri.