Viðskiptaspjall Kjarval og FVH fór af stað með trompi þennan þriðja vetur við frábærar undirtektir.
Viðmælandinn var athafnamaðurinn Bogi Þór Siguroddsson en hann byrjaði með tvær hendur tómar og hefur byggt upp mikið verslunar og fjárfestingarveldi í félagi við eiginkonu sína, Lindu Björk Ólafsdóttur.
Þau reka fjölda heildverslana og eru umfangsmikil í þjónustu við byggingageirann sem eigendur Johan Rönning, Sindra, Vatns & veita, S. Guðjónssonar, Áltaks, K.H. Vinnufata, Varma og Vélaverks, Ísleifs, Hagblikks og Fossbergs.
Bogi sagði frá því hvernig hann hefði ákveðið að kaupa Johan Rönning eftir að hafa gefið út bókina "Fjandsamleg yfirtaka" sem fjallaði um starfslok hans hjá Húsasmiðjunni. Kaupin hefðu verið stragedísk þar sem Johann Rönning er B2B fyrirtæki þar sem hann gæti látið lítið fyrir sér fara eftir það sem á undan hefði gengið.
Bogi var skemmtilega einlægur í spjallinu og deildi með áhorfendum ýmsum áskorunum og sigrum í viðskipta- og einkalífinu. Besta fjárfestingin að hans sögn var MBA námið í Ameríku sem breytti lífi hans og gerði honum kleift að grípa þau tækifæri sem síðar buðust.
Viðskiptaspjallið er lokaður viðburður fyrir félagsmenn FVH og meðlimi Kjarval, ekki missa af næsta viðskiptaspjalli þar sem viðmælandinn verður Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir.
コメント