top of page
Writer's pictureFVH

Lucinity er Þekkingarfyrirtæki ársins 2024

Updated: May 15

Hugbúnaðarfyrirtækið Lucinity hlaut Þekkingarverðlaun FVH 2024 en í ár voru verðlaunin veitt fyrirtæki sem hefur þróað tækninýjung og/eða gervigreind með eftirtektarverðum hætti sem hefur haft jákvæð áhrif á samfélagið í heild sinni.


Þekkingarverðlaun Félags viðskipta- og hagfræðinga voru afhent í 24. skiptið af Forseta  Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, þann 8. Maí. Í dómnefnd þekkingarverðlaunna sátu þrír einstaklingar úr íslensku viðskiptalífi þau Eggert Claessen, Hrönn Greipsdóttir og Andri Guðmundsson ásamt tveimur stjórnarmönnum FVH þeim Huldu Hallgrímsdóttur og Þórarni Hjálmarssyni.  

Starfsfólk Lucinity ásamt Forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Ljósmyndari: Þengill Þrastarsson

Lucinity einbeitir sér að því að taka hugvit og sköpunargáfu mannfólks og styrkja það með gagnavinnslu og notkun gervigreindar. Fyrirtækið hefur unnið að hugbúnaðalausnum sem gerir fjármálafyrirtækjum kleift að rannsaka og berjast við fjárglæpi á skilvirkari hátt með hjálp gervigreindar.

 

Á síðasta ári kynnti Lucinity spunagreindarlausnina Luci fyrir banka og fjármálafyrirtæki. Luci er sérstillt í  heim rannsóknarvinnu á fjárglæpum og vinnur með gögn í öruggu umhverfi. Luci tekst að nýta krafta tækninnar og skila niðurstöðum á mannamáli fyrir starfsfólk sem getur þá dregið ályktanir útfrá samhengi og umfangi. Lausn Lucinity skilar viðskiptavinum þess aukinni framleiðni og getur sparað þeim u.þ.b. 5 klukkustundir á dag í greiningarvinnu. Áætlað er að peningaþvætti og aðrir fjármálaglæpir nemi 2-5% af heimsframsleiðslu ár hvert og eru lagalega kröfur á fjármálafyrirtæki til að stemma stigum við þessa glæpi töluverðar og þar spila lausnir Lucinity stórt hlutverk.




 

Í fimm ár hefur Lucinity lagt sín lóð á vogaskálarnar í baráttunni gegn fjármálaglæpum með eftirtektarverðum hætti og er því vel að því komið að vera Þekkingarfyrirtæki ársins 2024 segir m.a. í mati dómnefndar.

 

,,Við hjá Lucinity erum virkilega stolt að hljóta viðurkenningu FVH sem Þekkingarfyrirtæki ársins 2024. Framboð af hugviti og grósku á Íslandi er mikið í dag fer vaxandi með hverjum deginum. Við njótum þess heiðurs að vera með starfsemi okkar hér á landi og hefur það spilað stóran þátt í þeim árangri sem við höfum náð á heimsvísu. Við lítum á þessi verðlaun sem hvatningu til að halda áfram á okkar braut í þróun gervigreindarlausnar með jákvæð áhrif á alþjóðasamfélagið að leiðarljósi. Við viljum einnig óska Dalacare til innilega til hamingju með þeirra viðurkenningu, þau eru virkilega vel að þessu komin”, segir Guðmundur Kristjánsson stofnandi Lucinity.
Frá vinstri: Þórarinn Hjálmarsson, Sverrir Falur Björnsson, Elka Ósk Hrólfsdóttir,Gísli Már Gíslason, Anna Margrét Steingrímsdóttir, Hildur Gunnarsdóttir, Jóhann Sveinn Friðleifsson og Hulda Hallgrímsdóttir


Stjórn FVH óskar Lucinity innilega til hamingju með nafnbótina Þekkingarfyrirtæki ársins 2024

83 views0 comments

Comentarios


bottom of page