Í samstarfi við Kjarafélag Viðskipta- og hagfræðinga (KVH) buðum við félagsfólki FVH og KVH að skrá sig á fyrirlestur um lífeyrismál og starfslok með Birni Berg þann 23. nóvember síðastliðinn.
Björn Berg Gunnarsson hefur 16 ára reynslu á fjámálamarkaði þar sem hann stýrði meðal annars greiningardeild og fræðslumálum Íslandsbanka. Hann hefur haldið yfir 300 fyrirlestra um lífeyrismál og er höfundur bókarinnar Peningar. Við settum saman 90 mínútna örnámskeið fyrir félagsfólk þessa félaga um þessi mikilvægu málefni þar sem Birni tókst að fara einstaklega vel yfir öll helstu atriði í fyrirlestri sínum. Eins og einn þátttakandi komst að orði " á mannamáli og [var fyrirlesturinn] fluttur af mikilli þekkingu af Birni". Bætt þekking á þessum málefnum dregur úr líkum á kostnaðarsömum mistökum og gefur færi á að hámarka virði lífeyris og réttinda.
Yfir 90 manns voru skráðir á fyrirlesturinn og þökkum við fyrir góðar viðtökur við viðburðinum, Birni Berg fyrir frábæran fyrirlestur fyrir fullum sal og frábært samstarf við góðkunningja okkar í KVH.
Hægt er að skrá sig á námskeið eða bóka ráðgjöf hjá Birni á heimasíðu hans.
Comments