top of page

Viðskiptaspjall við Eyjólf Magnús forstjóra atNorth.

Writer: FVHFVH

tekið saman af Telmu Eir, varaformanni FVH


Fjórða viðskiptaspjall vetrarins hjá FVH Félag viðskipta- og hagfræðinga og Vinnustofa Kjarval fór fram í gær. Viðmælandinn var Eyjólfur Magnús Kristinsson forstjóri atNorth.


Ég verð að viðurkenna að fyrir spjallið vissi ég lítið sem ekkert um fyrirtækið og í raun takmarkað um gagnaver yfir höfuð- það sem ég vissi var að vöxturinn hefur verið gífurlegur og uppbygging gagnavera hefur verið hröð í heiminum síðustu ár.


Það kom því ekki á óvart að heyra að fjárfesting atNorth hefði verið um 400 milljónir USD árið 2024 og áætlað væri að tvöfalda þá fjárfestingu árið 2025 eða upp í 800 milljónir USD. Vösturinn hefur aðallega átt sér stað síðan 2021 þegar nýjir eigendur keyptu fyrirtækið og hafa síðan þá verið reist gagnaver bæði í Finnlandi og Danmörku en gagnaver atNorth eru nú 7 talsins og fer fjölgandi.


Það voru hinsvegar ýmis önnur atriði sem komu á óvart og má sem dæmi nefna að gagnaver eru í sífelldri uppbyggingu þar sem að búnaðurinn er endurnýjaður á um 3-5 ára fresti, það má því segja að gagnaver séu eins og Sagrada Família hans Gaudis í Barcelona.


Vegferð atNorth varðandi samfélagslega ábygð og sjálfbærni er eftirtektaverð þar sem leitast er við að nota vinnuafl úr heimabyggð við uppbyggingu, styrkt er við innviði þess sveitafélags þar sem gangaverin eru sett upp og unnið er að hugmyndum um hvernig hægt er að nýta varma sem kemur frá gagnaverum í nærumhverfinu (t.d. notuð í hitun húsnæði) 


Innan Evrópu gera flestir viðskiptavinir kröfu um að gagnaver uppfylli ákveðin skilyrði sjálfbærni og samfélagslegrar ábyrgðar, þessi kröfur eru ekki hluti af kaupferli t.d. Bandaríkjamarkaðar þar sem verðið eitt getur stýrt ákvarðanatöku og litlu skiptir hversu mengandi orka er notuð til að knýja gagnaverið áfram.


Aðaláskorun gagnavera er að sækja orku. Ef að gagnaver fengju meiri orku á Íslandi væru þau ekki að leita tækifæra erlendis í sama mæli og fjármagnið og störfin sem uppsetningu og rekstri gagnavera fylgja færu beina leið inn í íslenskt hagkerfi en ekki erlend.


Fróðleiksmolanir sem komu fram í samtalinu voru mun fleiri en taldir eru upp hér að ofan er þetta er eins og alltaf "you had to be there" vitneskja.


Næstu vikur/mánuðir hjá FVH eru sérstaklega spennandi þar sem framundan eru veiting Þekkingarverðlauna FVH (erum eimitt að leggja lokahönd á þema ársins en þemanu er ætlað að varpa ljósi á málefni eða málaflokk sem við teljum að eigi það inni, er séstaklega spennt fyrir þema ársins í ár) ásamt vali á viðskipta/hagfræðingi ársins. Við munum óska eftir tilnefningum fljótlega svo vert að fylgjast vel með.



 
 
 

Comments


bottom of page