FVH hefur tekið höndum saman með Akademias og stendur fyrir röð rafrænna hádegisfunda í vetur. Hugmyndin er að fræðast um áhugaverð málefni, hvar sem með því að hlusta á eða horfa á fundinn og fá aðgang að viðmælendum með svigrúmi fyrir spurningar í lok erinda.
Föstudaginn 20. september héldum við fyrsta slíka fundinn; Á eigin vegum: ávinningur og áskoranir. Þar sem við fengum til okkar þau Rakel Evu Sævarsdóttur, stofnanda Trail sjálfbærniráð og Steinar Þór Ólafsson einn af eigendum steinsmiðjunnar REIN.
Fundurinn er aðgengilegur inn á innri vef/ mitt svæði - fvh.is
Erindin voru skemmtilega frábrugðin enda um tvær gjörólíkar leiðir í átt að sama markmiðinu; að starfa á eigin vegum.
Rakel fór yfir kosti þess og galla að vinna sjálfstætt og bar ákvörðunarferlið saman við það að ákveða að skrá sig í Ultramaraþon og æfa fyrir Ultramaraþon með öllum þeim hæðum og lægðum sem því fylgir.
Sem sérfæðingur í sjálbærnimálum hafði hún ekki áhuga á að vera skraut í skipuriti og vildi aðstoða fyrirtæki við að taka sjálfbærnimálin föstum tökum hvar sem þau eru stödd á þeirri vegferð. Hún sagði okkur frá fjórum lykilatriðum sem þurfa að ganga upp til þess að taka viðlíka ákvörðun; aðstæður, hugafar, markmið og mörk.
Steinar sagði frá persónulegri reynslu sinni af því falska öryggi sem getur falist í því að vera launþegi. Þegar hann hlustaði á podcast um kaup á smærri fyrirtækjum ýtti það honum áfram í að láta drauminn rætast um að kaupa sitt eigið fyrirtæki. Ferðlag sem leiddi hann áfram í að keyra um atvinnuhverfi á höfuðborgarsvæðinu í leit að vænlegum kostum til kaups, fletta upp ársreikningum þeirra og nálgast þau sem honum leist vel á til kaups, með misjöfnum árangri. Draumurinn rættist með kaupum á Rein sem hann og viðskiptafélagi hans eiga og reka í dag. Hann fór ítarlega í það hvernig einstaklingar án stórs fjármálabakgrunns geta stigið skrefið og keypt fyrirtæki.
Comments