top of page

Um okkur

FVH er fagfélag háskólamenntaðs fólks í viðskipta- og hagfræði og áhugafólks um fræðin,  Hlutverk FVH er að vekja athygli á málefnum sviðsins með reglulegum fræðsluerindum með áherslu á málefni líðandi stundar,  stuðla að endurmenntun og eflingu tengslanets. Félagið stendur fyrir kjarakönnun sem framkvæmd er annað hvert ár, hvergi er unnin sambærileg könnun á kjörum viðskipta- og hagfræðinga. 

 

FVH er rekið án hagnaðar með árlegum félagsgjöldum 11.900 kr. á ári.

DSC_3610-2_edited.jpg

Framkvæmdarstjóri FVH

Anna Margrét Steingrímsdóttir
annamargret@fvh.is

 

Þjónustu- og markaðsstjóri

​

Bs.c. í Markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum 

Ms.c. í Þjónustustjórnun frá Háskóla Íslands

Opnunartími skrifstofu FVH er sveigjanlegur eftir samkomulagi.


Framkvæmdastjóri svarar fyrirspurnum í tölvupósti.

Stjórn FVH 2024-2025

Saga FVH

Hagfræðingafélag Íslands var stofnað hinn 17. mars 1938. Tilgangur félagsins var að efla félagslyndi meðal hagfræðinga á Íslandi, efla álit vísindalegrar hagfræðimenntunar og gæta hagsmuna stéttarinnar í hvívetna. Tilgangi sínum skyldi félagið leitast við að ná með fundarhöldum og auk þess á hvern þann hátt, sem heppilegur þætti á hverjum tíma. Félagið hélt fundi um efnahags- og atvinnumál samkvæmt samþykktum sínum, þótt starfsemin væri misjafnlega lífleg. 

​

Félag viðskiptafræðinga var stofnað árið 1946. Tilgangur félagsins var meðal annars að afla lögverndunar fyrir félagsmenn, vera félagsmönnum til aðstoðar við atvinnuleit og stuðla að bættum kjörum þeirra.

 

Hagfræðingafélag Íslands og Félag viðskiptafræðinga sameinuðust árið 1959 undir nafni Hagfræðingafélags Íslands enda áttu félögin margt sameiginlegt. Tilgangur félagsins var að vinna að þeim málefnum sem hin tvö sameinuðu félög höfðu áður unnið að fyrir félagsmenn beggja félaga.

 

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) varð til árið 1972 en þá var lögum Hagfræðingafélags Íslands breytt ásamt nafni félagsins. Innan félagsins störfuðu frá upphafi tvær fastanefndir fræðslunefnd og kjaranefnd.

Sérstök kjaradeild var stofnuð innan FVH árið 1973 í kjölfar nýrra laga um samningsrétt BHM gagnvart ríkinu.

Það var síðan í desember 1990 sem formlega var stofnað sjálfstætt stéttafélag undir nafninu Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH). Í framhaldi var lögum FVH breytt á aðalfundi 1991 og lauk þá formlega öllum tengslum FVH og KVH.

 

Í nóvember 2000 hóf  FVH að halda Þekkingardaginn. Um er að ræða ráðstefnu og verðlaunaafhendingu þar sem dómnefnd velur Þekkingarfyrirtæki ársins út frá ákveðnu þema hverju sinni. Einnig eru veitt verðlaun fyrir viðskiptafræðing eða hagfræðing ársins aðila sem hefur þótt sýna framúrskarandi færni á árinu á undan á sviði viðskipta- eða hagfræði.

bottom of page