Um okkur

FVH er fagfélag háskólamenntaðs fólks í viðskipta- og hagfræði. Hlutverk FVH er að styðja við sérfræðinga á þessu sviði með reglulegum fræðsluerindum með áherslu á málefni líðandi stundar, endurmenntun og eflingu tengslanets. Félagið stendur fyrir árlegri kjarakönnun, hvergi er unnin sambærileg könnun á kjörum viðskipta- og hagfræðinga. Hagur, tímarit FVH er gefið út tvisvar á ári, með greinum er varða starfið og stéttina.  FVH er rekið án hagnaðar með árlegum félagsgjöldum 9.900 kr. á ári.

Framkvæmdastjóri FVH

Telma Eir Aðalsteinsdóttir

Opnunartími skrifstofu FVH er sveigjanlegur eftir samkomulagi.
Framkvæmdastjóri svarar fyrirspurnum í tölvupósti og símleiðis við fyrsta tækifæri.

Stjórn FVH 2019-2020

Björn Brynjúlfur Björnsson

Formaður

Ásdís Kristjánsdóttir

Brynja Jónbjarnardóttir

Hallur Jónasson

Herdís Helga Arnalds

Hugrún Halldórsdóttir

Lilja Gylfadóttir

Varaformaður

Magnús Þorlákur Lúðvíksson

Sölvi Blöndal

Þórarinn Hjálmarsson

Gjaldkeri

Sagan

Hagfræðingafélag Íslands var stofnað hinn 17. mars 1938. Tilgangur félagsins var að efla félagslyndi meðal hagfræðinga á Íslandi og álit vísindalegrar hagfræðimenntunar og gæta hagsmuna stéttarinnar í hvívetna. Tilgangi sínum skyldi félagið leitast við að ná með fundarhöldum og auk þess á hvern þann hátt, sem heppilegur þætti á hverjum tíma. Félagið hélt fundi um efnahags- og atvinnumál samkvæmt samþykktum sínum, þótt starfsemin væri misjafnlega lífleg. Samþykkt var að taka upp samstarf við yngri hagfræðinga á Norðurlöndunum árið 1947. Á félagsfundi árið 1948 var samþykkt að veita viðskiptafræðingum aðgang að fundum félagsins og síðar meir viðskiptafræðistúdentum einnig.