Arinspjall með Eldi Ólafssyni
Eldur Ólafsson verður viðmælandi arinspjalls (e. fireside chat) FVH fimmtudagskvöldið 8. desember á 4. hæð vinnustofu Kjarvals.
Eldur er stofnandi Amaroq Minerals sem rannsakar og vinnur málma í Nalunaq námunni á Grænlandi. Eldur hefur náð eftirtektarverðum árangri með félagið en félagið í núverandi mynd er afrakstur af vinnu hans síðastliðin ár við að láta hugmynd um vinnslu á málmum á Grænlandi rætast.
Nýlega var fyrirtækið skráð á First North markaðinn hérlendis eftir að hafa tryggt sér 8 milljarða króna fjármögnun frá innlendum og erlendum fjárfestum. Hlutabréf Amaroq eru einnig skráð á markaði í Toronto og London.
Við ræðum við Eld og fáum að kynnast honum, verkefninu og áskorunum á Grænlandi og hugsjónum hans um framtíð heimshagkerfisins og tækifæra Íslands og Grænlands.
Ólöf Skaftadóttir, mun leiða spjallið við Eld á huggulegri aðventustund á Vinnustofu Kjarvals.
Skráning fyrir félagsmenn, takmarkaður fjöldi miða í boði.