Eltingaleikur fasteignamarkaðarins
Vaxtahækkanir Seðlabankans hafa ekki farið framhjá neinum en samtals hafa stýrivextir hækkað um 4% síðastliðna 12 mánuði og lánaskilyrði verið hert. Samhliða þessum aðgerðum hefur hið opinbera lagt til að byggðar verði 4.000 íbúðir árlega næstu 5 árin til að mæta uppsafnaðri þörf og spá um fólksfjölgun á Íslandi. Um er að ræða töluverða fjölgun nýbygginga frá því sem byggt hefur verið síðustu ár og spyrjum við
Hvaða áhrif hefur þessi fjölgun nýbygginga á verð á fasteignamarkaði? Er nýleg lækkun á vísitölu fasteigna forsmekkur af því sem koma skal?
Er íbúðaþörf jafnmikil og hið opinbera gerir ráð fyrir?
Eru 4.000 íbúðir á ári næstu 5 árin raunhæft markmið?
Er hætta á að hér verði umfram framboð á íbúðum?
Við fáum til okkar fagaðila á fasteignamarkaði til að svara þessum spurningum og fleirum um stöðuna á fasteignamarkaði á Íslandi.
Boðið verður upp á létta morgunhressingu fyrir og eftir fund.
VIÐMÆLENDUR:
ÞORSTEINN VÍGLUNDSSON – forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins
ANNA GUÐMUNDA INGVARSDÓTTIR – aðstoðarforstjóri HMS
ÞORVALDUR GISSURARSON – forstjóri ÞG verks
FUNDARSTJÓRI:
UNA JÓNSDÓTTIR – aðalhagfræðingur Landsbankans
SKRÁNING:
Nauðsynlegt er að skrá sig hér til hliðar