
Er jólasveinninn viðskiptamaður ársins? Hagkerfi jólanna vol. 2
Fjarviðburður þann 8. desember frá klukkan 13:00-14:00.
Viðburðurinn er opinn öllum endurgjaldslaust. Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn en linkur á viðburðinn verður sendur út klukkustund áður en fundurinn hefst.
Á þessum fimmta viðburði ársins köfum við ofan í hagkerfi jólanna. Hvaða áhrif hefur jólavertíðin á vissar atvinnugreinar og hvernig bergðast aðilar við meiri aðsókn?
VIÐMÆLENDUR:
JAKOB E. JAKOBSSON– Eigandi og framkvæmdastjóri Jómfrúarinnar flytur erindið JÓLINN Á JÓMFRÚNNI
Á hverri aðventu panta um 3% þjóðarinnar borð á Jómfrúnni. Það er skemmtileg og krefjandi áskorun að láta það dæmi ganga upp.
SVANHILDUR EVA STEFÁNSDÓTTIR– Framkvæmdastjóri Spilavina flytur erindið SPIL OG JÓL SÍÐASTLIÐIN 13 ÁR
Borðspil sem færð hafa verið í tölvutækt form hafa aukið sölu á hefðbundnum spilum, því þrátt fyrir alla tæknina þá er samveran stærsti hlutinn af spilamennskunni.
STEFÁN HJÖRLEIFSSON-Landsstjóri Storytel á Íslandi flytur erindið “THE GLOCAL AUDIO-WAVE. RE-INVENTING THE STORYTELLING CAMPFIRE IN THE DIGITAL WORLD.
Í takt við þá þróun sem tónlistar- og kvikmyndageirarnir hafa gengið i gegnum undanfarin ár er bókabransinn um heim allan nú í miðju umbreytingarferli. Fjallað verður um undraverðan vöxt hljóðbókarinnar undanfarin ár og þau áhrif sem hann hefur haft á íslenska markaðinn auk þess sem skyggnst verður inn í framtíðina.
FUNDARSTJÓRI:
TELMA EIR AÐALSTEINSDÓTTIR, framkvæmdastjóri FVH.