Fireside chat FVH með Hermanni Haraldssyni
ATH. Skráningu á viðburðinn hefur verið lokað þar sem öll sæti eru orðin upptekin
Vinnustofa Kjarval
4. mars klukkan 14:00-15:00
Takmarkað sætaframboð- félagsmenn FVH ganga fyrir
Léttar veitingar í boði
Hermann Haraldsson verður viðmælandi Fireside chat FVH sem unnið er í samstarfi við viðskiptaspjall Vinnustofu Kjarval. Uppgangur Boozt á undanförnum árum er með ólíkindum og nú er Boozt orðin stæðsta netverslun á Norðurlöndunum. Félagið er skráð á sænskan hlutabréfamarkað og er metið á 130 milljarða króna. Við ræðum við Hermann um sögu félagsins, hans aðkomu að stofnun og rekstri þess, tækifærin framundan og íslenskt smásöluumhverfi.
FUNDARSTJÓRI:
HRANNAR PÉTURSSON – Vinnustofu Kjarvals
SKRÁNING:
Nauðsynlegt er að skrá sig hér til hliðar.
Takmarkað sætaframboð er í boði og munu félagsmenn FVH ganga fyrir í sæti. Þeir sem ekki eru félagsmenn í FVH verða látnir vita fyrir hádegi þann 4 mars hvort að sæti þeirra á viðburðinn sé tryggt.
Gestakóði inn á Vinnustofu Kjarval verður sendur á skráð netfang þátttakanda um hádegi þann 4 mars.