Fjárfestingar í lágvaxtaumhverfi

Fjarfundur þann 4. mars frá klukkan 12:00-13:00

Næsti viðburður FVH mun fjalla um fjárfestingar í lágvaxtaumhverfi. Meginvextir Seðlabanka Íslands hafa aldrei verið lægri í sögunni og stendur Ísland því frammi fyrir nýjum áskorunum. Við munum ræða við sérfræðinga úr nokkrum áttum um hvernig er hægt að ávaxta peninga í slíku umhverfi. Við munum meðal annars ræða tækifæri sem fylgja vaxtamun við útlönd og innflæði í framtaks- og vísisjóði á síðustu árum sem og áskoranir sem fylgja 3,5% uppgjörskröfu lífeyrissjóða.

VIÐMÆLENDUR:

AGNAR MÖLLER– Sjóðsstjóri hjá Kviku Eignastýringu

GUNNAR PÁLL TRYGGVASON– Framkvæmdastjóri Alfa framtaks

SNÆDÍS ÖGN FLOSADÓTTIR– Framkvæmdastjóri EFÍA, LSBÍS og rekstrarstjóri Lífeyrisauka

FUNDARSTJÓRI:

HARPA RUT SIGURJÓNSDÓTTIR, Viðskiptastjóri á Fyrirtækjasviði Arion banka

 

SKRÁNING:

Viðburðurinn er félagsmönnum að kostnaðarlausu en aðrir greiða 1.500 kr. fyrir aðgang að fundinum.

Linkur á viðburðinn verður sendur á það netfang sem skráð er á fundardegi. Lokað er fyrir skráningar klukkutíma fyrir viðburð.

 

Date

04 mar 2021
Expired!

Time

12:00 - 13:00

More Info

SKRÁNING

Location

Fjarfundur
SKRÁNING

Next Occurrence