Hljóðláta byltingin – er grundvöllur fyrir rafhlaupahjólavæðingunni?

Fjarfundur þann 29. október frá klukkan 13:00-14:00

Viðburðurinn er aðgengilegur endurgjaldslaust fyrir félagsmenn en gjaldið er 1.500 kr. fyrir aðra.

Á þessum þriðja viðburði vetrarins fáum við til okkar sérfræðinga til að ræða hljóðláta byltingu rafhlaupahjóla í Reykjavík og nágrenni – en framboð þeirra og eftirspurn hefur stóraukist á götum borgarinnar undanfarna mánuði. Við leitum svara við spurningum á borð við hvert viðskiptamódelið er á bakvið hlaupahjólaleigurnar, hvernig viðskiptamódelið horfir við fjárfestum, hvert er hlutverk rafhlaupahjóla þegar kemur að samgöngu og skipulagssjónarmið og margt fleira.

VIÐMÆLENDUR:

* STEFANÍA GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR- Eyrir Venture Management, leiðir nýjan sjóð Eyrir Sprotar II.

* JÖKULL SÓLBERG- eigandi Takumi og stofnandi og ráðgjafi Planitor. Hann heldur einnig úti fréttabréfinu Reykjavík Mobility þar sem fjallað er um skipulag og samgöngur í Reykjavík.

* EYÞÓR MÁNI STEINARSSON- rekstrarstjóri Hopp.

FUNDARSTJÓRI:
Lára Hrafnsdóttir, stjórnarmaður FVH ásamt því að starfa við gagnadrifna markaðsetingu og stafræna upplifun hjá Arion banka

Skráning er mikilvæg á viðburðinn.

Linkur á viðburðinn verður sendur samdægurs á það netfang sem skráð er.

Date

29 okt 2020
Expired!

Time

13:00 - 14:00

More Info

SKRÁNING
SKRÁNING