Íslenski þekkingardagurinn 2020

ATH:

Nú hafa þær leiðilegu aðstæður komið upp að við þurfum að fresta Þekkingardeginum 2020 vegna aðstæðna í tengslum við COVID-19.

Bæði teljum við það rétt í ljósi samfélagslegrar ábyrgðar og mikil óvissa ríkir um hvort aðilar, bæði fyrirlesarar og áhorfendur, muni geta mætt á daginn.

Við hyggjumst flytja daginn yfir í maí, erum frekar að horfa á lok maí en byrjun maí til að vera öruggari. Við vinnum nú að því með aðalfyrirlesara og sal að finna nýja dagsetningu. Við munum tilkynna nýja dagsetningu eins fljótt og auðið er.

Íslenski þekkingardagurinn 2020 hefur þemað “Er hægt að græða á því að vera grænn?”. Við ætlum að tala tæpitungulaust um umhvefismál og samfélagslega ábyrgð með leiðtogum í málaflokknum.

Enginn mun græða ef við verðum ekki græn- Andri Snær Magnason

Þegar stór viðmiðaskipti eiga sér stað þá er um tvennt að ræða, að taka þátt í breytingunni eða verða fyrir breytingunni.

Aðalfyrirlesari dagsins er Andri Snær Magnason rithöfundur sem er löngu orðinn landsþekktur fyrir að tala tæpitungulaust um umhverfismál.

Leiðtogar í grænum rekstri fá orðið

Aðilar frá þeim fyritækjum sem eru tilnefnd til Íslensku þekkingarverðlaunanna sitja fyrir svörum. Hvað getur þú gert í dag hjá þínu fyrirtæki til að efla samfélagslega ábyrgð? Hvernig setur þú þér stefnu um samfélagslega ábyrgð? Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu- miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð, stýrir umræðum.

Kaffihlé

Íslensku þekkingarverðlaunin 2020

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson ávarpar fundinn og afhendir tvenn verðlaun í tilefni dagsins:

Þekkingarverðlaunin 2020 eru afhent því fyrirtæki sem þykir hafa skarað fram úr á sviði samfélagslegrar ábyrgðar.

Viðskiptafræðingur eða hagfræðingur ársins. Við val á viðskiptafræðing/hagfræðingi ársin er horft til verðmætasköpunar, framlags til fræða sem og framlags til samfélagsmála.

Kokteill

Dagurinn hefst klukkan 14:00 og stendur dagskrá yfir til 16:30. Þegar formlegri dagskrá líkur verður boðið upp á kokteil.

Date

19 mar 2020

Time

14:00 - 16:30

Location

Iðnó
Vonarstræti 3, 101 Reykjavík