Koddinn eða markaðurinn – hvar er best að setja peningana í vinnu?

Fjarfundur þann 7. október frá klukkan 13:00-14:00

Áhugi almennings á fjárfestingum hefur aukist á síðustu misserum sem endurspeglast m.a. í aukinni þátttöku almennings í útboðum. Nýlega birtist frétt þess efnis að hvergi hefði hlutabréfaverð hækkað jafn mikið og hérlendis undanfarna 12 mánuði, en hvað þýðir það fyrir hinn almenna fjárfesti? Áður fjölluðum við um fjárfestingar í lágvaxtaumhverfi en í næsta viðburði FVH spyrjum við okkur hvert á fjármagn að leita í hækkandi vaxtaumhverfi. Hvað olli þessum hækkunum undanfarna mánuði og er toppnum náð? Er skynsamlegt að bregðast við með því að færa sparnaðinn undir koddann eða eru kannski spennandi tækifæri til staðar í umhverfi sem þessu?

 

VIÐMÆLENDUR:

BALDUR THORLACIUS – Framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland

DAVÍÐ STEFÁNSSON – Sjóðstjóri hlutabréfasjóða og blandaðra sjóða hjá AKTA.

JÓHANN G. MÖLLER – Framkvæmdastjóri Stefnis

ANÍTA RUT HILMARSDÓTTIR – Viðskiptafræðingur og meðstofnandi Fortuna Invest

FUNDARSTJÓRI:

RUT KRISTJÁNSDÓTTIR  Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance og stjórnarmeðlimur FVH

 

SKRÁNING:

Viðburðurinn er opinn öllum að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að skrá sig til að fá sendan aðgang að fundinum.

Hlekkur á viðburðinn verður sendur á það netfang sem skráð er á fundardegi. Lokað verður fyrir skráningar klukkustund fyrir viðburð.

Date

07 okt 2021
Expired!

Time

13:00 - 14:00

More Info

SKRÁNING

Location

Fjarfundur
SKRÁNING