Er leikjaiðnaðurinn næsti vaxtargeiri á Íslandi?

Fjarfundur þann 26. nóvember frá klukkan 12:00-13:00

Viðburðurinn er aðgengilegur endurgjaldslaust fyrir félagsmenn en gjaldið er 1.500 kr. fyrir aðra.

Á síðustu árum hefur mikið verið talað um nauðsyn þess að á Íslandi byggist upp fleiri stoðir undir hagkerfið. Leikjaiðnaðurinn er alþjóðlegur, í miklu vexti og með fótfestur hér. Gæti leikjaiðnaður verið næsta stoðin í íslenska hagkerfinu? Á þessum fjórða viðburði vetrarins mun Vignir Örn Guðmundsson fara yfir helstu atriðin úr skýrslu um stöðu og framtíðarhorfur íslensks leikjaiðnaðar. Vignir mun í framhaldinu stýra panelumræðum með Sigurlínu Ingvardóttir frá Bonfire Studios, Þorsteini Baldri Friðrikssyni frá Teatime Games og Þorsteini Högna Gunnarssyni frá Mainframe Industries.

VIÐMÆLENDUR:

* SIGURLÍNA INGVARSDÓTTIR- producer hjá Bonfire Studios.

* ÞORSTEINN BALDUR FRIÐRIKSSON- forstjóri og meðstjórnandi Teatime Games.

* ÞORSTEINN HÖGNI GUNNARSSON- forstjóri og meðstofnandi Mainframe Industries.

* VIGNIR ÖRN GUÐMUNDSSON- Development Director, EVE Online (CCP Games)  og Formaður IGI – samtök leikjaframleiðanda.

Skráning er mikilvæg á viðburðinn.

Linkur á viðburðinn verður sendur samdægurs á það netfang sem skráð er.

 

Date

26 nóv 2020
Expired!

Time

12:00 - 13:00

More Info

SKRÁNING
SKRÁNING