„Ready player one“: Er business í rafíþróttum?

Fjarfundur þann 18. mars frá klukkan 12:00-13:00

Næsti viðburður FVH fjallar um rafíþróttir sem er vaxandi grein á heimsvísu. Nýlega var tilkynnt að eitt stæðsta rafíþróttamót heims „League of Legends Mid-Season Invitational“ yrði haldið í Laugardalshöll . Margir ráku upp stór augu þegar kom fram að von væri á um 400 manns til landsins vegna mótsins. League of Legends, eða LoL eins og hann er kallaður, er einn vinsælasti tölvueikur heims og áhorf á beinar útsendingar frá keppnum atvinnumanna í tölvuleiknum njóta gríðarlegra vinsælda, en um hundrað milljónir einstakra áhorfenda fylgdust með útsendingum frá heimsmeistaramótinu 2019.

Mikil gróska hefur átt sér stað í greininni hérlendis síðastliðin ár og má þar nefna Dusty sem stofnað var árið 2019 og er fyrsta einkareikna rafíþróttaliðið á Ísland. Ásamt því að vera ríkjandi Íslandsmeistar í LoL og CS:GO hérlendis þá hafa þeir getið sér gott orð í Norður Evrópsku atvinnumannadeildinni, NLC. Í sumar opnar svo nýr þjóðarleikvangur rafíþrótta á Íslandi undir heitinu Arena, í Turninum í Kópavogi. Staðurinn mun bjóða upp á aðstöðu í heimsklassa fyrir tölvuleikjaspilun, hvort sem er fyrir áhugafólk eða atvinnumenn í rafíþróttum – og allt þar á milli. Er þetta stærsta fjárfesting í geiranum til þessa? Eru rafíþróttir orðnar stærri en Superbowl? Hvernig er áhuga og þátttaka Íslendinga í rafíþróttum samanborið við erlenda markaði og hvaða viðskiptatækifæri er hægt að finna hérlendis tengt greinnni?

 

VIÐMÆLENDUR:

ÁSBJÖRN DANÍEL ÁSBJÖRNSSON– Framkvæmdastjóri og stofnandi Dusty Esports

DANÍEL RÚNARSSON– frá Arena

ÓLAFUR HRAFN STEINARSSON– Formaður Rafíþróttasambands Íslands

FUNDARSTJÓRI:

SIGRÍÐUR MOGENSEN, Sviðsstjóri hugverkasviðs SI

 

SKRÁNING:

Viðburðurinn er félagsmönnum að kostnaðarlausu en aðrir greiða 1.500 kr. fyrir aðgang að fundinum.

Linkur á viðburðinn verður sendur á það netfang sem skráð er á fundardegi. Lokað er fyrir skráningar klukkutíma fyrir viðburð.

Date

18 mar 2021
Expired!

Time

12:00 - 13:00

More Info

SKRÁNING

Location

Fjarfundur
SKRÁNING

Next Occurrence