Þarf alltaf að vera vín? Tengslamyndun
Þarf alltaf að vera vín?
Vinnustofa Kjarval, Dimmuborgir
Félag Viðskipta- og hagfræðinga (FVH) býður til síðasta viðburðar starfsársins þar sem áhersla verður lögð á létta stemmingu og tengslamyndun.
Að þessu sinni er þemað vín en þau Ólafur Örn veitingamaður og Sylvía Briem frá Töst munu halda stutt erindi og segja okkur frá sínu rekstrarumhverfi, þeim áskorunum sem þau takast á við í sínum störfum og svara spurningunni, þarf alltaf að vera vín?
Boðið verður upp á léttar veitingar og munum við meðal annars fá að kynnast þeirri vöru sem Sylvía er að flytja inn og því sem Ólafur mælir helst með fyrir sumarið.
Fundarstjóri er Árni Helgason lögmaður og uppistandari.
VIÐMÆLENDUR:
SYLVÍA BRIEM FRIÐJÓNSDÓTTIR – Eigandi Steindal ehf.
ÓLAFUR ÖRN ÓLAFSSON – Veitingamaður
FUNDARSTJÓRI:
ÁRNI HELGASON – Lögmaður og uppistandari
SKRÁNING:
Nauðsynlegt er að skrá sig hér að neðan.
Félagsmenn FVH fá ókeypis á viðburðinn.
Aðrir þurfa að greiða 1.900 kr. fyrir aðgang að viðburðinum.