Þessi fundur margborgar sig í næsta launaviðtali
Á næsta viðburði verða kynntar niðurstöður kjarakönnunar FVH sem framkvæmd var í febrúar 2022 af Prósent. Könnunin er sú eina á Íslandi sem gerir viðskipta- og hagfræðingum kleift að bera laun sín saman aðra með sambærilegt starf, aldur og menntun
Á fundinum verður einnig farið yfir ýmis góð ráð þegar kemur að launaviðtölum, atvinnuleit, þróun í starfi og fleira.
VIÐMÆLENDUR:
ÁSDÍS EIR SÍMONARDÓTTIR – Formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, og VP of People and Culture hjá Lucinity
GUÐLAUGUR ÖRN HARALDSSON– Director of Hiring/ Training and Development hjá Íslandsbanka
TRAUSTI HARALDSSON – Framkvæmdastjóri Prósent
FUNDARSTJÓRI:
HALLA SIGRÚN MATHIESEN – sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf hjá Arion banka
SKRÁNING:
Nauðsynlegt er að skrá sig hér til hliðar.
Félagsmenn FVH fá ókeypis á viðburðinn.
Háskólanemar fá ókeypis á viðburðinn.
Aðrir þurfa að greiða 1.500 kr. fyrir aðgang að viðburðinum hvort sem er á staðnum eða í streymi.
Linkur á fundinn verður sendur á það netfang sem skráð er um klukkustund fyrir fund.